Fréttir

Birt þann 24. janúar, 2018 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Kratos mætir aftur til leiks þann 20. apríl

Næsti leikur í God of War seríunni er væntanlegur 20. apríl næstkomandi fyrir PS4.

Leikurinn nefnist einfaldlega God of War og hefur verið í framleiðslu hjá Santa Monica Studios í þó nokkurn tíma. Að þessu sinni tekur leikjaserían allt aðra stefnu en áður þar sem nýji God of War líkist meira þriðjupersónu hasar-/ævintýraleik, í stað „hack & slash“ líkt og fyrri leikir

Leikurinn gegnur út á samband Kratos og sonar síns þar sem feðgarnir heimsækja heim norrænu goðafræðinnar þar sem alls kyns öfl munu verða í vegi fyrir þeim.

Hér fyrir neðan má sjá nýja stiklu sem fyrirtækið gaf út í kjölfar tilkynningarinnar.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑