Fréttir

Birt þann 8. nóvember, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Lúðrasveitin Svanur spilar tölvuleikjatónlist í Hörpunni á ný

Laugardaginn 18. nóvember mun Lúðrasveitin Svanur halda tónleika í Hörpunni þar sem tölvuleikjatónlist verður spiluð fyrir áhorfendur. Þetta er í annað sinn sem lúðrasveitin heldur slíka tónleika eftir velheppnaðan viðburð haustið 2013.

Viðburðurinn nefnist einfaldlega „Tölvuleikjatónlist“ þar sem tónlist úr þekktum leikjum á borð við Fallout 4, Monkey Island, Portal, The Legend of Zelda, Super Mario Bros., Kingdom Hearts, World of Warcraft og fleira verður spiluð fyrir gesti.

Tónleikarnir verða haldnir í Norðurljósum Hörpu og kostar miðinn litlar 2.000kr. Börn og unglingar frá aldrinum 11 til 17 ára fá miðann á 1.000kr sem er frábært fyrir fjölskylduna.

Nánar um viðburðinn á heimasíðu Hörpu.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑