Bíó og TV

Birt þann 19. júní, 2017 | Höfundur: Atli Dungal

Kvikmyndarýni: Life

Kvikmyndarýni: Life Atli Dungal

Samantekt: Því miður ná sögupersónurnar ekki sannfærandi og flest það sem gerist í myndinni er fyrirsjáanlegt.

2

Slæm


Einkunn lesenda: 4.2 (2 atkvæði)

Geimtryllirinn Life fór einhvern veginn framhjá mér þrátt fyrir að Ryan Reynolds og Jake Gyllenhaal eru báðir í myndinni. Ásamt þeim eru Hiroyuki Sanada, Rebecca Ferguson, Olga Dihovichnaya og Ariyon Bakare.

Handritshöfundar eru þeir Rhett Reese og Paul Wernick, sem skrifuðu einnig handritin að Deadpool og Zombieland, og leikstjórinn er Daniel Espinosa, sem er sennilega þekktastur fyrir að leikstýra Snabba Cash-þríleiknum og Safe House (2012).

Myndin er sett í nútímanum og gerist í geimnum. Margs konar sérfræðingar um borð International Space Station (ISS) uppgötva þeim til mikillar gleði örlitla lifandi veru í sýni frá Mars. Auðvitað var verunni læst inn í eins öruggt rými og hægt var að finna í geimstöðinni en þetta væri nú ekki geimtryllir ef lífveran væri haldin föst í geymi alla myndina, nú eða að hún héldist pínulítil í gegnum þetta allt saman.

Myndin sjálf gerist öll á International Space Station, og þeir nýta plássleysið gríðarlega vel.

Myndin sjálf gerist öll á International Space Station, og þeir nýta plássleysið gríðarlega vel. Sem áhorfandi fær maður strax óþægilega innilokunartilfinningu þegar allt fer í gang þarna uppi í geimi. Þeir hafa greinilega lagt mikið í að láta áhorfendur finna fyrir því að þau eru ein þarna uppi, að enga aðstoð er að fá og að þau verða að gjöra svo vel að finna leið að drepa þessa ófreskju því hún megi ekki komast til Jarðar þar sem hún gæti.. fjölgað sér? Stækkað ógnarmikið? Eitthvað er það og það má alls ekki gerast.

Því miður ná sögupersónurnar ekki að sannfæra mig á neinn minnsta hátt að þau séu annað en leikarar sem fá borgað fyrir að segja setningar og að þetta er klippt saman til að búa til kvikmynd.

Því miður ná sögupersónurnar ekki að sannfæra mig á neinn minnsta hátt að þau séu annað en leikarar sem fá borgað fyrir að segja setningar og að þetta er klippt saman til að búa til kvikmynd. Ég var stanslaust að leita að einhvers konar tilfinningum frá þessum persónum en allt fyrir ekkert og áhorfendur fá ekkert sérstaklega miklar upplýsingar um þessar persónur sem gerir það enn erfiðara að tengjast þeim. Ég vildi óska þess að sú væri ekki raunin því það hefði stórbætt myndina ef maður hefði tekið eftir einhvers konar samspili á milli sögupersóna eða þá fengið aðeins meira en smá innlit í heim Sho Murakami (Hiroyuki Sanada).

Mesta skemmtunin fyrir mér í þessari mynd var að horfa á þróun verunnar og að giska á hvort myndin gæti fundið nýjar og áhugaverðar leiðir til að láta manni líða hræðilega en það var allt og sumt. Þetta er fyrirsjáanlegt sem er bæði jákvætt og neikvætt: maður getur fylgst auðveldlega með en þetta er ekkert nýtt.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑