Fréttir

Birt þann 26. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

SNES Classic Mini væntanleg frá Nintendo í september

Nintendo hefur staðfest komu Super Nintendo Entertainment System Classic Mini útgáfu. Miðað við hvað gekk illa að afgreiða NES Mini eftir pöntunum kemur svolítið óvart að Nintendo ætli sér aftur að fara þessa leið með SNES Mini.

SNES útgáfan mun innihalda 21 leiki sem koma uppsettir með tölvunni, þar á meðal Starfox 2 sem hefur aldrei verið gefinn út áður. Aðrir leikir á borð við Donkey Kong Country, F-ZERO, Contra III: The Alien Wars, The Legend of Zelda: A Link to the Past, Super Mario World og fleiri gersemar munu fylgja með á vélinni. Ásamt leikjunum mun SNES mini koma með auka stýripinna.

Nintendo SNES Mini Classic er væntanlegt þann 29. september á þessu ári og mun kosta $80 (8.400kr miðað við gengið í dag), sem gera $20 (2.100kr) dýrari en NES mini útgáfan.

Hér fyrir neðan er listi af þeim 21 leikjum sem fylgja vélinni:

 • Contra III: The Alien Wars™
 • Donkey Kong Country™
 • EarthBound™
 • Final Fantasy III
 • F-ZERO™
 • Kirby™ Super Star
 • Kirby’s Dream Course™
 • The Legend of Zelda™: A Link to the Past™
 • Mega Man® X
 • Secret of Mana
 • Star Fox™
 • Star Fox™ 2
 • Street Fighter® II Turbo: Hyper Fighting
 • Super Castlevania IV™
 • Super Ghouls ’n Ghosts®
 • Super Mario Kart™
 • Super Mario RPG: Legend of the Seven Stars™
 • Super Mario World™
 • Super Metroid™
 • Super Punch-Out!! ™
 • Yoshi’s Island™
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑