Bíó og TV

Birt þann 20. maí, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Netflix framleiðir The Witcher Saga sjónvarpsþætti

Netflix efnisveitan hefur tilkynnt að þeir séu að undirbúa framleiðslu þátta byggða á The Witcher Saga bókunum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski. Andrzej Sapkowski gaf einnig út tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann sagðist vera spenntur yfir útgáfu Netflix á sögunum sínum. Þættirnir verða hannaðir út frá upprunalega efninu í takti við bækurnar sem hann hefur verið að byggja upp á síðastliðin 30 ár.

Hvorki dagsetning né leikaraúrval hefur verið gefið upp að svo stöddu. Þá á einnig eftir að ákveða hvenær þættirnir munu koma til með að eiga sér stað í atburðarrás bókanna. Alls eru bækurnar átta talsins svo það er nóg af efni til þess að skrifa um.

CD Projekt Red, framleiðendur The Witcher leikjanna, munu ekki koma að gerð þáttana og hafa óskað rithöfindunum og framleiðanda þáttana góðs gengis með þetta spennandi verkefni.

Mynd: The Witcher 3

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑