Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Sjónvarpsþáttarýni: The OA – Hvað gerðist eiginlega þarna?
    Bíó og TV

    Sjónvarpsþáttarýni: The OA – Hvað gerðist eiginlega þarna?

    Höf. Atli Dungal22. apríl 2017Uppfært:22. apríl 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    The OA er þáttaröð framleidd af Netflix sem erfitt er að skilgreina: þetta er svolítið science fiction, dass af fantasíu og slatti af mystery. Höfundar þáttanna eru Brit Marling, sem einnig leikur aðalhlutverkið, og Zal Batmanglij, sem einnig leikstýrir þáttaröðinni í heild sinni. Fyrir utan Brit Marling þá eru Jason Isaacs, Ian Alexander, Brandon Perea, Brendan Meyer, Patrick Gibson, Alice Krige, Phyllis Smith, Scott Wilson og Emory Cohen í aðalhlutverkum. Þetta er gríðarlega fjölbreyttur hópur leikara, börn sem og fullorðnir.

    Án þess að fara of mikið ofan í einstök atriði þá vil ég benda á nokkra hluti. Þáttaröðin hefst in medias res, eða í miðri atburðarrás, og áhorfendur fá að sjá í gegnum myndbandsupptöku úr síma barns sem situr aftan í bíl að örvæntingarfull kona er hlaupandi úti á brú í umferðinni, að því er virðist í þeim hugleiðingum að svipta sig lífi. Hún klifrar yfir handrið brúarinnar og kastar sér niður án þess að hika og áhorfendur finna fyrir áhrifum barnsins þegar hvíslað er með skelfingu í ungri röddu: „she let go“. Þetta atvik setur tóninn fyrir það sem koma skal: atburðir gerast hratt og áhorfendur fá oft bara að sjá aðra hliðina af atvikum til þess að byggja upp spennu og að koma manni á óvart.

    Þetta atvik setur tóninn fyrir það sem koma skal: atburðir gerast hratt og áhorfendur fá oft bara að sjá aðra hliðina af atvikum til þess að byggja upp spennu og að koma manni á óvart.

    Konan á brúnni, söguhetjan í The OA, er hin 28 ára gamla Prairie Johnson (Brit Marling) sem hefur verið blind frá barnsárum en þegar hún birtist aftur þá hefur hún á einhvern hátt fengið sjón sína aftur. Ekki hefur sést til hennar í rúmlega 7 ár og greinilegt er að flestir héldu að hún væri látin. Augljóslega er mikill tími sem fer í að segja frá því sem gerðist þessi 7 ár, enda mikilvægur hluti þáttaraðarinnar, en maður fær samt svolítið á tilfinninguna að það sé ekki sagt frá nema brot af því sem gerðist í raun. Það er í rauninni ekki hægt að segja mikið meira án þess að fara ítarlega í söguna og bæta við spillum svo við förum ekki lengra með það hér að sinni.

    Þegar hingað er komið þá er ekki annað hægt en að nefna Stranger Things því það sem kom svo ótrúlega vel út í þeirri frábæru þáttaröð féll algjörlega flatt í The OA. Fyrir mér einkenndist þáttaröðin af kjánahrolli yfir New Age áhrifunum sem gegnumsýrðu mikið af vísindaskáldskapnum, og það alls ekki á jákvæðann hátt. Niðurstaðan í þessu öllu saman er því miður ekki á jákvæðu nótunum: þetta er þáttaröð sem er vel framleidd, myndatakan er gríðarlega falleg og pælingin er skemmtileg en þetta er fyrirsjáanlegt á meðan að útfærslan, sagan og sumar ákvarðanir handritshöfunda m.t.t. þróunar og samræmis sögupersóna eru með öllu óskiljanlegar.

    Netflix sjónvarpsþættir The OA
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNeil deGrasse Tyson um mikilvægi vísinda
    Næsta færsla Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2017 – Spilavinir og Nexus með dagskrá
    Atli Dungal

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Besti FM hingað til

    3. nóvember 2023

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta

    14. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    • Það sem við vitum um Gang of Frogs
    • Icelandic Game Fest haldið í fyrsta
    • Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    • George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.