Menning

Birt þann 21. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Myndband: Stjórnar heimilinu með tónum úr Zelda

Þessi snillingur fjárfesti í Raspberry Pi tölvu og fleiri smáhlutum og forritaði tækin þannig að þau geta lesið úr tónum sem spilaðir eru á ocarina-flautu, sem er sama gerð af flautu og Link notar í The Legend of Zelda: Ocarina of Time! Með ocarina-flautuna og tölvutæknina að vopni breytti hann heimili sínu þannig að við það að spila ákveðna tónbúta úr Zelda er hægt að kveikja á ákveðnum tækjum. Til dæmis þegar tónarnir í Sun’s Song úr Zelda eru spilaðir þá kveiknar á ljósum, þegar Song of Time er spilaður þá les vélrödd upp hvað klukkan slær og Song of Storms kveikir á rakatækinu.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑