Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»The Legends of Owlia – Nýr NES Homebrew leikur
    Retró

    The Legends of Owlia – Nýr NES Homebrew leikur

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason8. júní 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út nýr leikur fyrir gömlu gráu NES tölvuna. Engu að síður gaf leikjafyrirtækið Gradual Games út nýjan NES leik fyrir nokkru síðan sem ber titilinn The Legends of Owlia. Leikurinn minnir mikið á upphaflega The Legends of Zelda, enda er sækir hann mikinn innblástur í þann leik ásamt leikjum á við Crystalis og StarTropics.

    legendsofowlia3

    Söguþráður leiksins er á þann veg að fyrir margt löngu síðan var heimurinn skapaður af sex miklum uglum sem drottnuðu yfir landinu árþúsundum saman. Uglurnar urðu með tímanum drambsamar og misstu völdin til konungs hafsins, marbendilsins Mermon, sem fangelsaði allar uglurnar nema eina; Silmaran. Silmaran leitaði um allan heim að hetju til að bjarga uglunum og heiminum sem hann svo fann í söguhetju leiksins Adlanniel og ugluvini hennar Tyto.

    legendsofowlia4

    Leikurinn er fremur stór í smíðum miðað við flesta hefðbundna NES leiki, en hann inniheldur tæplega 20 mismunandi óvini, 7 borð og 5 “skjá-fyrir-skjá” dýflissur sem eru fullar af þrautum. The Legends og Owlia er gefinn út af  Infinite NES Lives sem framleiða leikinn úr nýjum íhlutum sem þýðir að engir gamlir NES leikir létu lífið við framleiðslu leiksins. Leikurinn er gefinn út í tveimur útgáfum; Staðlaðari sem inniheldur leikinn og bækling, og einnig safnaraútgáfu sem inniheldur það fyrrnefnda auk kassa og hulsturs utan um leikinn.

    legendsofowlia5

     

    The Legends of Owlia er annar leikurinn sem Gradual Games gefa út fyrir NES, en þeir gáfu einnig út hopp-og-skopp leikinn Nomolos: Storming the CATsle árið 2012.

    Gradual Games Homebrew Infinite NES Lives NES retro RPG The Legends of Owlia
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSex týpur Rocket League spilara
    Næsta færsla Von á nýju Harry Potter borðspili
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    Avowed leikjaumfjöllun

    9. mars 2025

    Fallout 4 fær uppfærslu í tilefni Fallout þáttanna

    12. apríl 2024

    Leikjavarpið #46 – PlayStation Showcase 2023 og The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom

    1. júní 2023

    Opin ævintýra geimheimur

    10. mars 2023

    WB gefa út Gotham Knights útgáfu kitlu

    12. október 2022

    Dansandi bylting

    20. september 2022
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.