Greinar

Birt þann 13. maí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Níu góðir hryllingsleikir

Í dag er föstudagurinn þrettándi og því tilvalið að setja í hryllingsgírinn og spila einhvern góðan leik sem lætur hárin rísa. Hér er listi yfir níu nýlega hryllingsleiki sem óhætt er að mæla með.

Ef þessi listi dugar ekki til þá bendum við á þennan lista yfir hrollvekjur, þennan lista yfir klassískar zombí-kvikmyndir og þennan lista frá árinu 2011 yfir 13 hrollvekjandi leiki.

#1 ALIEN: ISOLATION

Alien_isolation

Stórkostlega fallegur og taugastrekkjandi leikur sem auðvelt er að sökkva sér í. Klárlega leikur fyrir þá sem fíluðu Alien myndirnar.

> Horfa á stiklu

#2 AMONG THE SLEEP

Among_the_sleep

Þú stjórnar hjálparlausu barni sem þarf að nota hugvitið og hraða til að forða sér frá óhugnanlegum ófreskjum. Nýtt og áhugavert sjónarhorn á hryllingsleik sem inniheldur auk þess eftirminnilegan söguþráð. Leikurinn vann til verðlauna á Nordic Game Awards 2015.

> Horfa á stiklu

#3 BLOODBORNE

Bloodborne

Dimmur og drungalegur hack-n-slash stórleikur. „Þetta er nokkurs konar hryllingsævintýri þar sem blandað er áhrifum frá Lovecraft, japönskum hryllingi og vestrænum ævintýrasögum svo eitthvað sé nefnt“ segir Steinar Logi sem gagnrýndi leikinn og segir að umhverfið sé virkilega dimmt og drungalegt. Hér er hægt að lesa gagnrýnina okkar á Bloodborne.

> Horfa á stiklu

#4 DOOM

Doom

Nýji Doom leikurinn kom út í dag! Við höfum ekki prófað hann ennþá en stiklan úr leiknum lofar góðu. Ef þú vilt eitthvað splunkunýtt og ferskt þá er Doom líklega málið. Ekki viss? Þá geturu fylgst með meðaleinkunn leiksins hér á Metacritic.com.

> Horfa á stiklu

#5 DYING LIGHT: THE FOLLOWING

Dying_Light

Þú ert í borg sem er stútfull af blóðþyrstum og ofurhæpuðum zombíum og þarft að gera allt sem í þínu valdi stendur til að lifa af. Sólarhringurinn skiptist í dag og nótt og verða óvinirnir töluvert erfiðari á næturnar.

> Horfa á stiklu

#6 PARTY HARD

Party_Hard

Rakst á þennan litla indí-leik í PlayStation versluninni fyrir stuttu. Í honum stjórnar þú morðingja sem ferðast um Bandaríkin og krassar partý með því að myrða alla á svæðinu (án þess að vera gómaður). Lítill leikur sem inniheldur heillandi pixla-grafík, er einfaldur í spilun en getur samt sem áður verið ansi krefjandi.

> Horfa á stiklu

#7 SOMA

SOMA

Ef þú sækist í áhugaverðan söguþráð þá ættiru að prófa SOMA sem er samblanda af vísindaskáldskap og hryllingsleik. Leikurinn gerist í neðansjávarbyrginu PATHOS-II, þar sem vélar eru farnar að vera með mannleg einkenni. Leikurinn er tilnefndur til verðlauna Nordic Game Awards 2016.

> Horfa á stiklu

#8 THE LAST OF US

Last_of_Us

Ekki sá hryllilegasti á listanum en The Last of Us samanstendur af áhugaverðri sögu og eftirminnilegum persónum. Útbreidd farsótt hefur sett allt á annan endann og gerir fólk hvað sem er til að lifa af í þessum grimma heimi. Hér er hægt að lesa gagnrýnina okkar á The Last of Us.

> Horfa á stiklu

#9 UNTIL DAWN

Until_Dawn

Ef þú ert að leita þér af einfaldri skemmtun þá er Until Dawn málið. Leikurinn fylgir einkennum gömlu góðu slasher-kvikmynda og inniheldur mörg góð bregðuatriði og haug af steríótýpum. Leikurinn spilast á svipaðan hátt og Heavy Rain þar sem þú þarft að ná að ýta á rétta takka á réttum tíma – mistök geta haft afleiðingar. Hayden Panettiere og Peter Stormare fara með stór hlutverk í leiknum. Hér er hægt að lesa gagnrýnina okkar á Until Dawn.

> Horfa á stiklu

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑