Greinar

Birt þann 31. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þrettán hrollvekjandi leikir

Ég vill byrja á því að taka fram að það er til heill frumskógur af góðum hryllingsleikjum sem komu út fyrir síðustu aldamót og sem þeir sem eru af gamla skólanum þekkja til. Aftur á móti hafa miklar framfarir í grafík, hljóði og fleira í tölvuleikjum gert það að verkum að okkur finnst pixlað blóð og 8 bita öskur ekkert voðalega ógnvekjandi í dag. Hér er listi yfir leiki sem ættu að fá þig, kæri spilari, til að spila með kveikt ljósin, öskra svo hátt að jarðfræðingar hræðast að Hekla muni gjósa, eða lengja daginn verulega með sveittum andvökunóttum.

 

Amnesia The Dark Descent

Þessi leikur er fyrstu persónu könnunar ævintýraleikur. Spilarinn hefur ekki aðgang að vopnum, þess í stað neyðist spilarinn til að styðjast við vit og skynsemi til þess að forðast og fela sig frá skrímslum þar til þau fá leið á leitinni. Það getur reynt á taugarnar að fela sig í myrkum skúmaskotum og smám saman týnir leikmaðurinn (persónan í leiknum) vitinu. Spilarinn getur staflað steinum, stólum og öðrum lauslegum hlutum fyrir hurðir til að minnka líkurnar á að skrímsli komist í gegn, en því miður eru skímslin snögg þegar þau verða vör við leikmanninn og geta brotið niður hurðir og aðrar hindranir mjög léttilega svo það er eins gott að hafa hraðann á!

 

BioShock og BioShock 2

Leikurinn gerist árið 1960, spilarinn er í hlutverki Jack sem lifði af flugslys. Jack veður að kanna neðansjávarborgina Rapture, lifa af árásir stökkbreyttra vera og vélmenna sem hafa sest þar að. Leikurinn tvinnar saman þætti úr hlutverka leikjum og svokölluðum survival leikjum. BioShock 2 heldur sögunni áfram í skálduðum heimi neðansjávar borgarinnar Rapture árið 1968, eða átta árum eftir atburði BioShock.

 

Call of Cthulu: Dark Corners of the Earth

Leikurinn er byggður á verkum H. P. Lovecraft, höfundar The Call of Cthulhu og brautryðjandi goðsagna Cthulhu. Mörg borð leiksins líkjast köflum úr nóvellum eftir Lovecraft. Leikurinn flokkast sem Lovecraftian hrollvekja, fyrstu persónu og hasar-ævintýra leikur.

 

Dead Space og Dead Space 2

Leikirnir eru þriðju persónu skotleikur. Spilarinn stjórnar verkfræðingnum Isaac Clarke þar sem hann berst við illvíg og forljót afskræmi sem kallast Necomorps, sem eru eins konar endurlífguð lík.

 

Doom 3

Þessi leikur endurlífgaði Doom leikjaseríuna, hann virðir að vettugi söguþræði fyrri Doom leikjanna. Doom 3 gerist árið 2145 á Mars, þar sem búið er að setja upp rannsóknar aðstöðu fyrir  fjarflutning (e. teleportation) og háþróaða vopna hönnun. Hinsvegar hafa fjarflutnings tilraunirnar óvart opnað hlið til helvítis, sem veldu því að horbjóðir úr helvíti hefja innrás. Spilarinn, óþekktur geim-hermaður, verður að berja sér leið í gegnum herstöðina og koma í veg fyrir að verur helvítis ráðist á jörðina.

 

Eternal Darkness: Sanity’s Requiem

Umhverfi leiksins á sér stað að mestu í kringum ættarsetur aðalpersónunnar, Alexandra Roiva, á Rhode Island. Leikurinn er þriðju persónu leikur og þarf spilarinn að komast í gegnum ýmsar staðsetningar sem 12 persónur á mismunandi tímaskeiði.

 

F.E.A.R. 3

Spilarinn stjórnar annað hvort Point Man eða Paxton Fettel, aðalpersónan og andstæðingurinn. Stjórnun Point Man er sú sama og í tveimur fyrri leikjum, þar sem að spilarinn hefur típiska fyrstu persónu skotleiks eiginleika (eins og að skjóta úr byssu, henda handsprengju og ýmsu fleiru), einnig getur spilarinn hægt á tímanum.Sem Fettel, aðstoðar spilarinn Point Man með því að nýta sér meðal annars, fjarhreyfingu (e. Telekinesis), hann getur náð stjórn yfir óvinum og hefur sérstaka hæfileika í návígis bardögum. Auk þessara eiginleika hefur spilarinn einnig fullan aðgang að öllum eiginleikum þeirra persóna sem Fettel stjórnar.

 

Left 4 Dead og Left 4 Dead 2

Á sér stað eftir heimsfaraldur. Í leiknum þurfa fjórar aðalpersónur, eða eftirlifendurnir, sem þurfa að berjast við hjörð sýktra.

 

Resident Evil 4

Spilarinn stjórnar Leon S. Kennedy og er leikurinn þriðju persónu leikur. Takmarkið er að bjarga dóttur forseta BNA, Ashley Graham.

 

Silent Hill 2

Takmark leiksins er að leiðbeina persónuninni, James Sunderland, í gegnum bæinn Silent Hill sem er yfirfullur af skrímslum, í leit að látinni eiginkonu sinni.Leikurinn er þriðju persónu leikur með mismunandi sjónarhorn fyrir hvert landsvæði, sem er ólíkt týpíska sjónarhorninu yfir öxlina á James.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑