Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Íslenskir tölvuleikir verðlaunaðir á Nordic Game Awards
    Fréttir

    Íslenskir tölvuleikir verðlaunaðir á Nordic Game Awards

    Höf. Nörd Norðursins19. maí 2016Uppfært:19. maí 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Norrænu tölvuleikjaverðlaunin Nordic Game Awards fóru fram í kvöld á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö. Viðburðurinn er einn af hápunktum ráðstefnunnar þar sem tölvuleikir frá Norðurlöndum eru verðlaunaðir í nokkrum flokkum. Fjórir íslenskir tölvuleikir voru tilnefndir til verðlauna í ár; EVE Gunjack, Box Island, Kingdom og Aaru‘s Awakening. Við fjölluðum nánar um leikina fjóra hér í nýlegri grein.

    Box Island frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Radiant Games sigraði í flokknum besta skemmtunin fyrir alla.

    Box Island frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Radiant Games sigraði í flokknum besta skemmtunin fyrir alla. Box Island er þrautaleikur sem kennir beitingu grunngilda forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Aðrir leiki sem voru tilnefndir í sama flokki voru SteamWorld Heist, Zombie Vikings, Angry Birds 2, AG Drive, Shiftlings og Sofus & Månemaskinen.

    EVE Gunjack frá CCP hlaut sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd fyrir að vera framarlega á sviði VR tækni.

    EVE Gunjack frá CCP hlaut sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd fyrir að vera framarlega á sviði VR tækni. EVE Gunjack er hraður VR geim-skotleikur þar sem spilarinn hreyfir höfuðið til að miða á óvini sína. Nýlega tilkynnti CCP að leikurinn væri mest seldi leikurinn fyrir Samsung Gear VR. Auk þess hefur fyrirtækið verið að gera aðra áhugaverða hluti sem tengjast VR, þar á meðal með EVE Valkyrie og Project Arena.

    Það var Cities: Skylines frá finnska leikjafyrirtækinu Colossal Order sem hreppti stóru verðlaun kvöldsins þar sem hann sigraði flokkinn besti norræni tölvuleikur ársins (2015). Aðrir leikir sem fengu verðlaun voru Badland 2 frá finnska fyrirtækinu Frogmind Games sem besti norræni tölvuleikurinn á litlum skjá, Star Wars: Battlefront frá DICE í Svíþjóð hreppti tvenn verðlaun, fyrir listræna nálgun og bestu tæknina, Affordable Space Adventures frá danska fyrirtækinu Knapnok Games sigraði í flokknum besta leikjahönnun og hryllingsleikurinn Soma frá Frictional Games í Svíþjóð hlaut verðlaun fyrir besta hljóðið.

    Hér er hægt að sjá lista yfir alla þá leiki sem tilnefndir voru til verðlauna í ár.

    Nordic Game Awards er hluti af The Nordic Game Institute sem samanstendur af leikjasamtökum á Norðurlöndunum; Dataspelsbranschen í Svíþjóð, Icelandic Gaming Industry á Íslandi, Neogames í Finnlandi, Spillprodusentforeningen í Noregi and Producentforeningen í Danmörku.

    Í dómnefnd voru: Bjarki Þór Jónsson frá Íslandi, Juho Kuorikoski frá Finnlandi, Rune Fjell Olsen frá Noregi, Kajsa Lundquist frá Svíþjóð og Søren Staal Balslev frá Danmörku.

    Mannstu hverjir unnu í fyrra? Hér er hægt að sjá sigurvegara Nordic Game Awards 2015.

    Box Island ccp Gunjack nordic game Radiant Games
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTölvunördasafnið: Auðveldari leið til að spila Commodore 64 leiki
    Næsta færsla Styttist í nýja útgáfu af Agricola
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.