Fréttir Project Arena CCP

Birt þann 22. apríl, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Project Arena – VR leikur frá CCP

Project Arena er nýr leikur sem CCP eru að vinna í og þeir útfæra leikinn fyrir sýndarveruleika (VR). Það er skýrt að CCP ætlar sér að vera stór aðili á VR markaðnum en þeir hafa nú þegar gefið út leikina EVE: Valkyrie og Gunjack: EVE sem er báðir fyrir VR umhverfið.

Project Arena CCP

Project Arena er leikur þar sem spilari kastar diskum í átt að andstæðing sínum sem getur annað hvort reynt að verja sig með sínum eigin disk eins og skildi, eða fært sig úr stað til að verða ekki fyrir vopninu. Í sjálfu sér hljómar það ekki spennandi, en umhverfið sem leikurinn gerist í bætir það umtalsvert og það að þú sért að spila á móti raunverulegum andstæðingi, og það allt í VR.

Það er lögð rík áhersla á að aðrir spilarar eiga að geta fylgst með keppnum og því verður gaman að fylgjast með hvers konar mót eiga eftir að spretta upp þegar leikurinn kemur út, og sjá hvernig tölvuleikjasenan eigi eftir að taka við leiknum.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑