Fréttir

Birt þann 27. apríl, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2016 – Spilavinir og Nexus með dagskrá

Laugardaginn 30.apríl verður Alþjóðlegi borðspiladagurinn haldinn í fjórða skiptið um heim allann. Borðspiladagurinn er hugarsmíð Wil Wheaton, þáttastjórnanda Youtube þáttanna Tabletop sem notið hafa mikilla vinsælda, þar sem hann hvetur fólk til að hittast og spila sín uppáhalds borðspil eða prófa ný. Viðburðurinn hefur stækkað ár frá ári og í ár ætlar verslunarrisinn Barnes & Noble að vera með viðburði í öllum 640 verslunum sínum samtímis þann 30.apríl!

Spilavinir_logoHér á Íslandi hafa tvær verslanir verið duglegar að bjóða uppá viðburði en sem fyrr eru það Spilavinir í bláu húsunum Faxafeni og Nexus í Nóatúni. Samkvæmt Facebook viðburð Spilavina er nóg á dagskránni t.d keppnismót í Pandemic, 7 Wonders og Heck-Meck.

Takmarkað sætapláss er í Pandemic mótið en alls geta átta tveggjamanna lið tekið þátt eða hámark 16 spilarar. Í 7 Wonders mótinu eru glæsileg verðlaun fyrir eftstu tvö sætin auk þess sem allir þáttakendur fá sérstakt viðhafnar-spil sem þeir geta bætt í 7 Wonder safnið sitt. Þáttökugjaldið eru litlar 1000kr í 7 Wonders mótið en önnur mót eru gjaldfrjáls.

Vilja lesendur taka þátt og skrá í eitthvað af þessum mótum er hægt að senda tölvupóst á spilavinir@spilavinir.is. Auk þess verður hægt að taka þátt í partý-leikjum einsog Varúlf, og Two Rooms and a Boom.

Nexus-logo-stafirHjá Nexus verður dagskrá frá kl 12-18 bæði í verslun og spilasal Nexus við hliðin á versluninni. Í boði verður Warhammer málningarkennsla þar sem fólki gefst tækifæri á að mála sína eigin fíguru sér að kostnaðar lausu. Penslar og málning verður á staðnum.

Keppt verður í Game of Thrones spurningaspilinu sem einblínir á þættina og er fyrirkomulagið einstaklingskeppni og er áætlað að leikar hefjist klukkan 14:00 Codenames sló heldur betur í gegn á síðasta ári og verður hægt að taka þátt í keppnisfyrirkomulagi af Codenames. Þrír leikmenn saman í liði og er þetta fullkomið spil fyrir byrjendur sem og fólk á öllum aldri. Auk þess verður urmull spila á lækkuðu verði á sérstöku tilboðsborði sem mun svigna undan spilum.

Láttu slag standa, líttu við í Nexus og/eða Spilavinum og sjáðu allt fjörið sem borðspil hafa uppá að bjóða.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑