Fréttir

Birt þann 9. júlí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ódýr verkfærapakki fyrir leikjahönnuði

Langar þig að búa til tölvuleik en hefur ekki aðgang að réttu verkfærunum? Það getur verið erfitt að taka sín fyrstu skref í tölvuleikjagerð, sérstaklega ef þú veist ekki hvaða verkfæri eru í boði. Í þessum mánuði býður Humble Bundle upp á frábæran pakka fyrir leikjahönnuði framtíðarinnar; Humble Game Making Bundle. Kaupendur styrkja góðgerðarmál með kaupunum og ráða sjálfir hvað þeir borga mikið fyrir pakkann. Til að fá öll verkfærin og leikina sem eru í pakkanum þarf að borga a.m.k. 12$ (u.þ.b. 1.600 kr.) en heildarverðmæti pakkans er 1.985$ (u.þ.b. 265.000 kr.).

Athugið að þetta er tímabundið tilboð.

Þetta er tilvalið tækifæri til að fá öflugan pakka á góðu verði. Nú getur þú búið til þína eigin leiki og á sama tíma hitað upp fyrir næstu tölvuleikjakeppni IGI eða game jam Leikjasamsuðunnar! Fyrir lengra komna má svo benda á Unreal og Unity leikjavélarnar sem eru mikið notaðar af leikjahönnuðum í dag.

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑