Íslenskt

Birt þann 28. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Isolation Game Jam 2015 – Leikjagerð í sveitinni

Isolation Game Jam verður haldið í annað sinn dagana 28. maí til 1. júní næst komandi á sveitabænum Kollafossi. Sveitabærinn er staðsettur lengst inn í Vesturárdal, rúmlega 30 kílómetra frá Hvammstanga en það tekur Reykjvíking góða þrjá tíma að keyra þangað. Á þessari einangruðu, en fallegu, sveit er lítið sem ekkert GSM- eða netsamband.

En hvað Game Jam? Í stuttu máli er Game Jam viðburður þar sem hópur fólks safnast saman í þeim tilgangi að búa til leiki. Stundum er eingöngu átt við ákveðnar gerðir af leikjum, eins og t.d. tölvuleiki, en á Isolation Game Jam skiptir ekki máli hvers konar leiki þátttakenndur búa til. Þetta geta verið tölvuleikir, borðspil eða aðrar tegundir af leikjum.

Í fyrra tók fólk frá Kanada, Svíþjóð, Rúmeníu og fleiri löndum þátt í Isolation Game Jam. Skráningu er lokið fyrir viðburðinn í ár, en áhugasamir geta skráð sig á póstlista á heimasíðu Isolation Game Jam og fengið allar upplýsingar beint í æð. Það er Leikjasamsuðan, opið samfélag leikjahönnuða á Íslandi, sem skipuleggur viðburðinn.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑