Fréttir

Birt þann 3. desember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Íslenskt leikjadjamm í tvær vikur

Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tveggja vikna leikjadjamm (eða Game Jam eins og það kallast á ensku) sem hefst í dag. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema

Þema leikjadjammsins er: JUICE

Leikjadjammið hefst kl. 9:00 föstudaginn 3. desember og því lýkur föstudaginn 17. desember kl. 22:00.

Leikjadjammið hefst kl. 9:00 föstudaginn 3. desember og því lýkur föstudaginn 17. desember kl. 22:00. Þetta þykir óvenju langur tími fyrir leikjadjamm sem yfirleitt stendur yfir í aðeins örfáa daga en þetta er gert svo að sem flestir geti tekið þátt. Fólk sem starfar innan tölvuleikjageirans eru hvatt til að skila leiknum frá sér í fyrri vikunni (3. – 10. des.) og námsfólk getur tekið þátt í seinni vikunni (10. – 17. des.) að loknum lokaprófum. Leikjum skal skila inn á itch.io og strax að loknum skilafresti, þann 17. desember, verður opnað fyrir kosningu um besta leikinn. Vinningshafi verður tilkynntur sunnudaginn 19. desember kl. 16:00 og hlýtur sá hinn sami gjafabréf upp á 150 dollara í Steam leikjaversluninni, sem verður að teljast sem ansi gott veganesti inn í jólafríið.

Allir sem eru áhugasamir geta tekið þátt. Viðburðurinn í heild sinni er stafrænn og verða engir fundir eða hittingar svo hver sem er getur tekið þátt sama hvar viðkomadi er búsettur. Þátttakenndur eru hvattir til þess að vera með öðrum í liði og er hægt að óska eftir liðsfélögum á Slack-spjallrás Game Makers Iceland.

Nánari upplýsingar um leikjadjammið er að finna á viðburðinum á Facebook.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑