Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2015: Allt það helsta frá Bethesda
    Fréttir

    E3 2015: Allt það helsta frá Bethesda

    Höf. Nörd Norðursins15. júní 2015Uppfært:15. júní 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Bethesda hélt sína fyrstu E3 kynningu í ár. Margir biðu spenntir eftir nánari upplýsingum um Fallout 4 en fyrirtækið birti stiklu úr leiknum fyrir stuttu. Bethesda kynntu nýjan Doom leik, Dishonored 2, sýndu sýnishorn úr Elder Scrolls Online, Elder Scrolls Legends, Battlecry og síðast en ekki síst – kynntu nýja Fallout leikinn!

     

    Nýr Doom leikur væntanlegur

    Bethesda kynnti nýjan Doom og sýndu nokkur sýnishorn úr leiknum sem lítur ansi vel út. Doom Snapmap fylgir leiknum en þar geta spilarar búið til sín eigin borð, deilt sköpunarverki sínu með öðrum Doom spilurum og sótt efni sem aðrir spilarar hafa búið til. Athugið að leikurinn er alls ekki ætlaður börnum eða viðkvæmum!
    Nánar >>

     

    Fallout 4 kemur 10. nóvember

    https://youtu.be/GE2BkLqMef4

    Bethesda tilkynnti útgáfudag Fallout 4 sem er 10. nóvember á þessu ári! Leikurinn gerist í bandarísku borginni Boston sem verður síðar fyrir kjarnorkuárás. Spilarinn stjórnar eftirlifanda og fær að skoða sig um á stóru landsvæði, leysa ýmis verkefni og verja sig og drepa aðra í ringulreiðinni sem ríkir í Boston. Hægt er að spila leikinn í 1. persónu og 3. persónu og er notast við V.A.T.S. bardagakerfið líkt og í fyrri leik. Einnig verður gamli góði Pip-Boy á sínum stað þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um hluti, vopn, persónur, kort o.fl.
    Nánar >>

     

    Pip-Boy með Fallout 4

    Sérstök safnaraútgáfa (Collectors Edition) verður gefin út af Fallout 4 og mun sú útgáfa innihalda eftirlíkan af Pip-Boy. Hægt er að klæðast Pip-Boy, festa símann í sérstöku hólfi sem er innbyggt í Pip-Boy og nota hann fyrir skjá. Bethesda mun gefa út sérstakt app fyrir snjallsíma svo Pip-Boy mun virka á svipaðan hátt í raunveruleikanum og í leiknum.
    Nánar >>

     

    Fallout Shelter ókeypis á App Store

    Leikurinn Fallout Shelter er fáanlegur ókeypis í gegnum App Store. Í honum hefur spilarinn umsjón yfir öryggisbyrgi (vault) og þarf að gæta þess að allir íbúar þess séu ánægðir og að nóg sé til af rafmagni og mat. Leikurinn er kominn á App Store.
    Nánar >>

     

    Dishonored 2 kynntur

    Kynningin fyrir nýja Dishonored leikinn var heldur stutt hjá Bethesda á E3 tölvuleikjasýningunni. Í staðinn fyrir kynningu fengum við að sjá nýja stiklu úr leiknum. Síðar á þessu ári verður svo gefin út endurbætt útgáfa af fyrsta Dishonored leiknum fyrir PS4 og Xbox One og mun sú útgáfa heita Dishonored: Definitive Edition.
    Nánar >>

     

    Battlecry á leið í betu

    https://youtu.be/FgAcL5yk8uo

    Þessi fjölspilunarleikur minnir óneitanlega svolítið á Team Fortress. Battlecry er á alfa stigi um þessar mundir í Ástralí og Nýja Sjálandi en hægt er að skrá sig í opna betu um þessar mundir. Leikurinn er væntanlegur síðar á þessu ári.

     

    Elder Scrolls kortaleikur væntanlegur

    Bethesda minnti áhorfendur á að vinnu þeirra í Elder Scrolls Online er langt frá því að vera lokið og mun fyrirtækið uppfæra leikinn með reglulegu millibili. Einnig var kortaleikurinn Elder Scrolls Legends kynntur til sögunnar, en lítið sem ekkert var sýnt úr leiknum. Leikurinn verður fáanlegur ókeypis á PC og iPad og er væntnalegur síðar á þessu ári.

     

     

    Höfundur er
    Bjarki Þór Jónsson

    Battlecry Bethesda Dishonored Dishonored 2 Doom e3 E3 2015 Elder Scrolls fallout Fallout 4 Fallout Shelter
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2015: Ný stikla úr Dishonored 2
    Næsta færsla E3 2015: Sýnishorn úr Halo 5: Guardians
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.