Fréttir

Birt þann 4. nóvember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

GameTíví snýr aftur á Vísir.is

Eftir gott sumarfrí snúa þeir Ólafur og Sverrir aftur með tölvuleikjaþáttinn GameTíví. Undanfarin ár hefur þátturinn flakkað á milli stöðva og heldur sú rússíbanaferð áfram þetta árið. Seinast voru þeir leikjabræður á Stöð 3 en nú verða þættirnir með breyttu sniði á Vísir.is – en þar hafa áhorfendur lengi getað nálgast eldri upptökur af þáttunum. Í stað hins hefðbundna hálftíma þáttar verður GameTíví núna með stutt vikuleg innslög á Vísi.

Flestir leikjaáhugamenn á Íslandi þekkja þættina vel en í þeim fjallar Ólafur, leikjagúrú hjá Senu, og Sverrir, söngvari með meiru, um allt milli himins og jarðar sem tengist tölvuleikjum.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑