Íslenskt

Birt þann 5. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Lóa Hlín með myndasögusýningu í Borgarbókasafni Reykjavíkur

Lóa myndasogusyningFöstudaginn 7. mars, kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa er þekkt fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, en að auki er hún myndlistarkona, teiknari, myndskreytir og myndasöguhöfundur.

Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum, m.a. Grapevine, Mannlífi, ÓkeiPiss og Very Nice Comics. Hún teiknaði hluta teiknimyndaseríunnar Hulli, sem sýnd var á RÚV haustið 2013. Myndverk Lóu má skoða á Facebook síðu hennar.

Á sýningunni, sem staðsett er á annarri hæð, í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, má finna ýmis dæmi um myndasögur Lóu, aðallega þó myndasögur úr Grapevine. Sýningin stendur út aprílmánuð.

Um Alhæft um þjóðir segir í ritdómi Björns Unnars Valssonar á bokmenntir.is: „Þótt myndirnar séu með annan eða báða fætur í gróteskunni þá er húmorinn sem svífur yfir ekki andstyggilegur eða með hausinn í forinni, heldur léttur, fjarstæðukenndur og kíminn. … Tónninn í lýsingunum minnir stundum á dýralífsmynd þar sem markmiðið er ekki síður að uppfræða en að skemmta, og smitandi áhugi á viðfangsefninu skín í gegn. Bókin er einfaldlega lítil gersemi og óvæntasti gleðigjafinn þennan stóra, langa bókavetur.“

– Fréttatilkynning frá Borgarbókasafni Reykjavíkur
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑