Bíó og TV

Birt þann 29. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hulli hefst í kvöld á RÚV – Aðalpersónur kynntar

Fyrsti þátturinn af teiknaða fullorðins-sjónvarpsþættinum um Hulla og vini hans hefst í kvöld kl. 21:30 á RÚV. Þættinum er líst á eftirfarandi hátt á Facebook-síðu Hulla.

Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Hann býr í Reykjavík og er listamaður á niðurleið. Dónalegar myndasögur hans, sem hafa notið töluverðrar velgengni, eru hættar að seljast. Vinir Hulla eru vafasamur hópur. Umboðsmaður hans, Kiddý, er siðlaus eiturlyfjaneitandi með geðhvarfaröskun. Þorri er bróðir Hulla. Hann er lágmæltur rómantíker sem lætur Hulla vaða yfir sig. Bergljót, vinkona Hulla, er eilífðarstúdent. Hún tekur sig alvarlega sem femínista en sækist þó stanslaust viðurkenningu karlmanna. Svanur, bernskuvinur Hulla, er hnakki eins og þeir gerast hnakkalegastir. Hann var einu sinni nörd, en sveik lit þegar hann byrjaði að stunda líkamsrækt. Hulli fyrirgefur honum það seint. Þessi skrautlegi vinahópur hjálpar Hulla í hamingjuleitinni en ekkert virðist ganga upp hjá honum.
Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.

Hugleikur Dagsson er maðurinn á bakvið þættina, en auk hans koma Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Kristján Freyr Einarsson, Þormóður Dagsson, Anna Svava Knútsdóttir, Friðrik Snær Friðriksson, Sigrún Hrefna Lýðsdóttir og fleiri góðir að gerð þáttanna.

Í vikunni hafa aðalpersónur þáttanna verið kynntar til leiks á síðu Hulla á Facebook. Við nördanir erum spenntir fyrir fyrsta þættinum og hvetjum ykkur hin til að stilla á RÚV kl. 21:30 í kvöld!

 

Hulli

Hulli

Hulli

Hulli

Hulli

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑