Íslenskt

Birt þann 6. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hefnendurnir – Nýr hlaðvarpsþáttur fyrir nörda

Alvarpið er ný íslensk hlaðvarpsþáttasíða. Á hverjum degi er nýr þáttur settur á síðuna, til dæmis á laugardögum er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson með þáttinn Grínistar hringborðsins sem er óhætt að mæla með.

Þátturinn Hefnendurnir í umsjón Hugleiks Dagssonar og Jóhanns Ævars Grímssonar er sérstaklega ætlaður nördum, en þar fjalla þeir félagar um nördalega hluti eins og Star Wars, teiknimyndasögur, kvikmyndir og fleira. Upptökurnar eru settar á netið alla mánudaga og eru nú þegar tveir þættir komnir hér á heimasíðu Alvarpsins.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑