Fréttir

Birt þann 5. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Xbox One á leið til Íslands!

Xbox One verður seld á Íslandi fyrir jól, ólíkt PlayStation 4. Frá þessu greinir Viðskiptablaðið.

Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og Gamestöðvarinnar, segir að Xbox One leikjatölvan komi í Gamestöðina öðru hvoru megin við næstu helgi (7.-8. desember) ásamt ágætis úrvali tölvuleikja. PS4 kemur í íslenskar verslanir 29. janúar.

Samkvæmt skoðanakönnun Nörd Norðursins nýtur PS4 mun meiri vinsælda á Íslandi en Xbox One, en það er spurning hvort þessar fréttir nái að auka vinsældir Xbox One að einhverju leyti. Einnig kemur þá í ljós hvort þessar útreikningar okkar standist, hvað haldið þið?

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑