Fréttir

Birt þann 5. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sýnishorn úr Starbound – Betan komin á Steam

Kæru leikjanördar, undirbúið ykkur! Hér er að finna fjóra-og-hálfa yndislegar mínútur úr Starbound! Undanfarin tvö ár hefur breska leikjafyrirtækið Chucklefish Games unnið að gerð Starbound eftir vel heppnaða fjáröflun á netinu. Í leiknum flýr spilarinn heimaplánetu sína sem hefur verið eyðilögð af óþekktum óvinum og í kjölfarið ráfar spilarinn um heima og geima, uppgötvar ný svæði og nýjar plánetur, lendir í ýmiskonar ævintýrum og leysir ólík verkefni.

Beta útgáfa leiksins er nú fáanlega hér á Steam, en fullbúna útgáfa leiksins er væntanlegur í fyrsta lagi á næsta ári á PC, OS X, Linux, PS Vita, PS4 og Ouya.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑