Bækur og blöð

Birt þann 4. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Vinsældir myndasöguþátta aukast

Upp á síðkastið höfum við séð mikla aukningu á kvikmyndum sem byggja á myndasögum. Myndir á borð við The Avengers, The Dark Knight Rises, Thor og fleiri hafa verið ótrúlega vinsælar og hafa fyrirtæki grætt fúlgu fjár á þeim. Nú er ljóst að myndasögu karakterar eru að brjóta sér leið inn í sjónvarpsheiminn með þáttum á borð við Agents of S.H.I.E.L.D. og Arrow. Það eru samt ekki einu þættirnir sem eru í bígerð.

Fyrir stuttu var staðfest að The Flash mun koma fyrir í Arrow þáttunum en einnig eru kenningar um það að hann eigi eftir að fá sína eigin þáttaröð. Grant Gustin (Glee) mun fara með hlutverk Barry Allen/Flash í Arrow en það verður skemmtilegt að sjá hvernig það á eftir að ganga.

HellblazerUm daginn var tilkynnt að þáttaröð byggð á lífi James Gordon og lögreglu Gotham borgar yrði framleidd af Fox. Batman mun ekki verða með í þáttaröðinni þar sem hún snýst aðallega um „mannlega“ fólk Gotham borgar. Ekki er búið að gefa út nein smáatriði um þættina eins og stendur en klárt er að fólk er mjög spennt fyrir þeim.

Þó að þetta sé heill hellingur þá voru DC og Warner Bros. TV einnig að tilkynna að önnur ný þáttaröð sé í vinnslu hjá þeim. Hún ber nafnið Constantine en hún mun fjalla um galdramanninn John Constantine og baráttu hans gegn illum öflum í heimi mannanna. Þátturinn veður skrifaður/framleiddur af Daniel Cerone (The Mentalist) og David S. Goyer (The Dark Knight Rises). Constantine var leikinn af Keanu Reeves í mynd af sama nafni árið 2005 og orðrómur er um að hann muni koma fram í Justice League Dark, mynd sem Warner Bros er að vinna að með Guillermo del Toro.

Það er algjörlega frábært að myndasögur séu að fá svona mikla athygli í hinum stóra kvikmynda- og sjónvarpsheimi og vonandi munu þessar þáttaraðir standast væntingar.

Hvað finnst ykkur? Endilega segið okkur í athugasemdum.

Heimildir: Deadline hér, hér og hér.
Forsíðumynd: Agents of S.H.I.E.L.D.

 

Höfundur er Skúli Þór Árnason,
menntaskólanemi.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑