Fréttir

Birt þann 30. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýtt sýnishorn úr íslenska leiknum Aaru’s Awakening

Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games birti fyrir stundu nýtt sýnishorn úr Aaru’s Awakening. Um er að ræða nýja stiklu úr leiknum og leikling (demo) sem hægt er að sækja hér á heimasíðu fyrirtækisins. Nörd Norðursins hefur fylgst með þróun leiksins og birti nýlega viðtal við Jóhann Inga Guðjónsson, markaðsstjóra fyrirtækisins, þar sem við spurðum hann út í leikinn og fyrirtækið.

Aaru’s Awakening er búinn að vera á Steam Greenlight í u.þ.b. eitt ár og er þar að safna atkvæðum í þeirri von um að ná athygli Valve og koma leiknum yfir á á Steam leikjamarkaðinn. Við hvetjum lesendur til að styðja við íslenska tölvuleikjagerð með því að heimsækja Steam Greenlight síðu leiksins, gefa leiknum atkvæði og um leið senda Lumenox skilaboð í athugasemdakerfinu neðst á síðunni.

 

Aaru’s Awakening: Domain of Dusk stikla

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑