Fréttir

Birt þann 11. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nörd Norðursins heimsækir Gamestöðina í Smáralind [MYNDIR]

Eins og við sögðum frá í gær munu Gamestöðin og Skífan opna nýja verslun í Smáralind á morgun kl. 11:00. Það er ekki á hverjum degi sem að ný tölvuleikjaverslun lítur dagsins ljós hér á klakanum og fékk Nörd Norðursins að kíkja á nýja staðinn fyrr í kvöld.

Stílhrein verslun með gott leikjaúrval

Nýja verslunin er staðsett á neðri hæð Smáralindar, við hlið Nova, þar sem áður var barnafataverslun. Nýja verslunin er ílöng og skiptist í tvennt þar sem Skífan er hægra megin með tónlist og kvikmyndir og Gamestöðin vinstra megin með tölvuleiki, leikjatölvur og fylgihluti. Ýmis tilboðsborð eru staðsett á miðju gólfi með tölvuleikjum og kvikmyndum.

Það er óhætt að segja að Gamestöðin í Smáralind eigi eftir að bjóða upp á fjölbreytt úrval tölvuleikja. Þarna eru nýjustu leikirnir, klassískir gullmolar, og allt þar á milli. Bæði notað og nýtt. Úrvalið verður í takt við markaðinn á Íslandi þar sem PlayStation leikir verða mest áberandi, en einnig verður hægt að finna leiki fyrir Xbox 360, Wii U, PC, PS2, Nintendo DS o.fl.

Gamestöðin Smáralind

Það var meira en nóg að gera hjá starfsfólki Skífunnar og Gamestöðvarinnar í kvöld.

Hefja sölu á farsímum

Sífelt fleiri tölvuleikir eru fáanlegir fyrir farsíma og hefur Gamestöðin þess vegna ákveðið að hefja sölu á farsímum og munu auk þess taka á móti notuðum farsímum líkt og þeir hafa gert með notaða tölvuleiki. Til að byrja með verður fókusinn settur á Android síma en með tímanum má gera ráð fyrir að tegundirnar verði fleiri.

45 fermetra leikjaheimur

Og nú er komið að rúsinunni í pylsuendanum. Í enda verslunarinnar er að finna u.þ.b. 45 fermetra leikjaherbergi þar sem gestir Gamestöðvarinnar geta slakað á í hægindastól, spilað tölvuleik og fengið sér gos úr kæli sem er á staðnum. Samtals verða sjö sjónvörp í herberginu, sex 42” og eitt 60”, sem verða tengd við jafnmargar leikjatölvur; fimm PlayStation 3 tölvur, eina Xbox 360 tölvu og eina Wii U tölvu. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig leikjaherbergið verður nýtt í framtíðinni og sérstaklega þegar nýju leikjatölvurnar, PS4 og Xbox One, koma út.

Gamestöðin Smáralind

Geir hjá Leikjafréttir.is og Bjarki hjá Nörd Norðursins í miðjum ofurhetjubardaga í Injustice: Gods Among Us.

Flott opnunartilboð

Í lokin er vert að minnast á flott opnunartilboð. Meðal annars verður 12 gb útgáfan af PlayStation 3 ásamt Skate 3 og Ratchet & Clank: A Crack in Time kostar litlar 19.999 kr. og 250 gb útgáfan af Xbox 360 ásamt Batman Arkham City og mánaðar Xbox Live gulláskrift verður á 39.999 kr. Einnig verða valdir leikir á tilboði, þ.á.m. verður GTA V (PS3) á 8.999 kr, FIFA 14 (PS3 og Xbox 360) á 9.999 kr. og NBA 2K13 (PS3 og Xbox 360) á 7.499 kr. Þess ber að geta að takmarkað magn er í boði af útsöluvörum.

Gamestöðin í Smáralind er nýja hreiður leikjanördans. Eigendur og starfsmenn eiga hrós skilið fyrir nýju verslunina – og þá sérstaklega fyrir leikjaherbergið!

Myndir


 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑