Birt þann 5. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Ókeypis myndasögudagurinn 2013 [MYNDIR]
Ljósmyndari frá Nörd Norðursins skellti sér á Ókeypis myndasögudaginn hjá Nexus í gær. Klukkan var orðin eitthvað yfir tvö þegar hann mætti og meira en klukkutíma síðan að viðburðurinn byrjaði, þrátt fyrir það var enn nokkuð löng röð fyrir framan Nexus á Hverfisgötunni. Fréttastofa RÚV og Stöð 2 litu einnig við fyrr um daginn og ræddu við nokkra flotta myndasögunörda.
Að venju fengu allir ókeypis myndasögublöð og var úr mörgum titlum að velja. Þar var m.a. nýjasta tölublaðið af ÓkeiPiss, Súperman myndasaga, Strawberry Shortcake, The Simpsons, The Walking Dead, Mass Effect og fleira.
Við þökkum Nexus fyrir skemmtilegan og vel heppnaðan Ókeypis myndasögudag!
– Bjarki Þór
Tengt efni:
• Ókeypis myndasögudagurinn 2011
• Ókeypis myndasögudagurinn 2012