Bækur og blöð

Birt þann 2. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nexus fagnar Ókeypis myndasögudeginum 4. maí

Ókeypis myndasögudagurinn er árlegur viðburður þar sem útgefendur myndasagna reyna að lokka til sín nýja lesendur. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur árlega frá 2002, en hann er haldinn fyrsta laugardaginn í maí.

Á Ókeypis myndasögudeginum er hægt að nálgast, eins og nafnið gefur til kynna, ókeypis myndasögur. Það taka þó ekki allar verslanir þátt í þessum degi, heldur eru það aðallega sérhæfðar myndasöguverslanir (á borð við Nexus) sem taka þátt í deginum og gefa myndasögur.

Að venju mun Nexus halda daginn hátíðlegan í ár. Viðburðinn hefst kl. 13 laugardaginn 4. maí fyrir framan Nexus og verða gefin blöð á meðan birgðir endast. Nexus og Ókei-bækur gefa íslenska myndasögublaðið ÓkeiPiss, þriðja árið í röð.

Nexus hvetur svo búningaáhugafólk til að mæta í búningum!

>> Viðburðurinn á Facebook

 

Tengt efni:

Ókeypis myndasögudagurinn 2011
Ókeypis myndasögudagurinn 2012

– BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑