Bækur og blöð

Birt þann 3. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fimm furðulegar DC ofurhetjur

Myndasögur frá DC Comic hafa oft slegið í gegn um heim allan og eru enn að. Það hafa allir heyrt um Superman, lesið um Batman eða séð myndir af Wonder Woman. Hér er hins vegar smá brot af þeim persónum sem fæstir hafa kannski heyrt um, sem urðu ekki eins vinsælar og margar hetjur innan DC Comics. Spurning af hverju.

 

Matter-Eater Lad

Eins sést á meðfylgjandi mynd og nafnið gefur pínu til kynna, þá eru kraftarnir hjá þessari ágætu ofurhetju að geta borðað allt. Þessi hetja koma fyrst fram í Adventure Comics númer 303 sem var gefið út af DC árið 1962. Sá sem á heiðurinn af þessari ofurhetju er enginn annar er Jerry Siegel, en hann er sá sem skapaði Superman ásamt Joe Shuster. Það er ekki slæmt að geta borðað sig út úr vandræðum. Þessi hetja bjargaði meira að segja heiminum einu sinni með því að borða gereyðingar vopn, hann varð reyndar geðveikur eftir það.

 

DC_Bouncing_BoyBouncing Boy

Chuck Taine fékk sína hæfileika á mjög óhefðbundinn hátt. Hann drakk einhverja ofur plast formúlu sem hann greip í staðinn fyrir kóla drykk. Hans hæfileikir byggjast á að geta blásið sig út eins og strandbolta og tripla á óvinum sínum. Hann kom fyrst fram í Action Comics árið 1961 en frægð hans entist ekki lengi og rann að lokum allt loft úr blessuðum kallinum.

 

The Legion Of The Super-Pets

DC_super-pets3Það er óhætt að segja að milli áranna 1950 og 1960 hafi myndasögur frá DC farið frekar einkennilegar leiðir til að ná til fleira fólks. Á þessu tímabili var mikið um að útgefandinn væri að kynna til sögunnar ofurgáfuð dýr sem höfðu sömu krafta og Superman og voru fluggáfuð. Þetta byrjaði allt með að ofurhundurinn Krypto var kynntur fyrir lesendum. Hann var sendur af Jor-El, föður Superman, á undan til þess að kanna hvort það væri ekki alveg pottþétt í lagi að senda krakkann á jörðina. Þeir sameinuðust síðan þegar Clark var á unglingsárunum, þar sem þeir börðust saman gegn föntum og fúlmennum. En það var ekki nóg að senda bara Krypto, því Jor-El sendi líka apa til þess að kanna hvort geimflaugin næði til jarðar. Ekki var farið vel með dýr á plánetunni Krypton, bara send hægri vinstri út í geim. En nóg um það.

Ofurapinn Beppo sá til þess að halda uppi gamninu í myndasögunum, þar sem hann var klæddur í alveg eins búning og Superman, og hafði sömu krafta og hann. Næst kom svo ofurkötturinn Streaky, sem var ekki sendur til jarðar frá Krypton. Hann fékk hins vegar sýna ofurkrafta frá lofsteini sem var víst með efni sem kallast X-Kryptonite, sem gaf víst dýrum á jörðinni ofurkrafta. Í lokin kom svo ofurhesturinn Comet, sem var hestur frá annarri plánetu sem var í raun mannfákur (e. centaur). Einhver geimgyðja lagði víst álög á hann sem virkuðu þannig að þegar viss loftsteinn var nálægt þá breyttist hann í mann. Þessi loftsteinn flýgur víst reglulega framhjá jörðinni, þannig að hann breytist á hverju ári. Ekki nóg með það en þegar hann var í sínu mannlega formi átti hann í rómantísku sambandi við Supergirl. Þann tíma sem hann var í líkama hests þá var hann ekkert nema gæluhesturinn hennar. Já, allavega þá sameinuðu þessi dýr krafta sína á endanum og mynduðu ofur grúbbuna The Legion Of The Super-Pets!

 

DC_fiddlerThe Fiddler

Ekki þarf að segja mikið um þessa persónu frá DC comics. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá fjallar sagan um gamlan mann sem kallar sig The Fiddler, er umkringdur ungum krökkum og lætur þau framkvæma hluti gegn vilja sínum. Hver skal dæma fyrir sig hvort þetta sé kannski ekki alveg í lagi.

 

Arm Fall Off Boy

DC_arm-fall-off

Þessi ofurhetja ber nafn með rentu, hetja þessi býr yfir þeim hæfileikum að geta tekið af sér hendurnar og notað sem kylfu. Þetta er líklega eitt af furðulegri hlutum sem hægt er að lesa i myndasögum, kom fyrst fram í Secret Origins Vol 2 númer 46. Til hvers að dröslast með kylfu allan daginn? Það er auðveldara að kippa handleggnum bara af.

 

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑