Bækur og blöð

Birt þann 16. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Ókeypis myndasögudagurinn

Ókeypis myndasögudagurinn er árlegur viðburður þar sem útgef-endur myndasagna reyna að lokka til sín nýja lesendur. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur árlega frá 2002, en hann er haldinn fyrsta laugardaginn í maí.

 

Á Ókeypis myndasögudeginum er hægt að nálgast, eins og nafnið gefur til kynna, ókeypis myndasögur. Það taka þó ekki allar verslanir þátt í þessum degi, heldur eru það aðallega sérhæfðar myndasöguverslanir (á borð við Nexus) sem taka þátt í deginum og gefa myndasögur. Fyrir utan ókeypis myndasögurnar var Hugleikjafélag Reykjavíkur á svæðinu og kynnti starfsemi sína og kynnti áhugasömum fyrir ýmis konar spilum; ævintýra-, stríðs-, korta-, og borðspilum svo eitthvað sé nefnt. Einnig var kynning á Nerf píluvörpum og skotkeppni.

Í ár tók Nexus þátt í deginum sem var mjög vel heppnaður. Þetta árið var nokkuð mikið af íslensku efni; Neo-Blek, Aðsvif, ÓkeiPiss! og auk þess kynnti Furðusögur útgáfu sína. Í tilefni Ókeypis myndasögudagsins og úrvali af íslenskri útgáfu á þeim degi ætlum við hjá Nörd Norðursins að birta valin brot úr íslensku blöðunum.

 

Neo-Blek

Sögu myndasögublaðsinsNeo-Blek, sem áður hét Hazarblaðið Blek, má rekja aftur til ársins 1996 þegar hópur áhugamanna ýtti blaðinu af stað. Á þeim tíma sá Hitt húsið um átaksverkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit þar sem hópur áhugamanna um teiknimyndasögur kom sér saman um verkefnið. Í kjölfarið sóttu þeir um styrk til Menningarmálanefndar Reykjavíkur sem þeir fengu.Hópurinn notaði styrkinn til að gefa út sitt fyrsta tölublað sem gekk ekki að óskum, en eftir stutt hlé komst blaðið aftur á skrið og hópurinn þá kominn með aukna þekkingu og reynslu af myndasöguútgáfu á Íslandi. Til að byrja með kom blaðið óreglulega út en nú er stefnt að því að blaðið komi út fjórum sinnum á ári; janúar, maí, september og desember. Neo-Blek hvetur áhugasama teiknara á Íslandi að senda sögur sínar í blaðið sem er öllum opið. Nánari upplýsingar um Neo-Blek má finna á heimasíðunni www.myndasogur.is .

 

Aðsvif

Aðsvif er nýtt íslenskt myndasögublað. Blaðið kemur út mánaðarlega og er teiknað og skrifað af íslenskum myndlistarnemum.

 

ÓkeiPiss!

ÓkeiBæ og Nexus gáfu út íslenska myndasögutímaritið ÓkeiPiss! í tengslum við Ókeypis myndasögudaginn. Ókeibæ efndi til myndasögusamkeppni þar sem áhugasamir gátu sent inn frumsamda myndasögu og voru þær fimm sem þóttu bestar birtar í ÓkeiPiss!

Sigurvegarar keppninnar voru; Birta Þrastardóttir með myndasöguna Frá heimsþingi esperantista, Ingvar Barkarson með Ævintýri Kalla kvíðasjúklings, Júlía Hermannsdóttir með Blóðhundar, Lilja Hlín Pétursdóttir með Grallarar og þeir Magnús Ingvar Ágústsson, Eysteinn Þórðarson og Hróbjartur Arnfinnsson með myndasöguna Jötunmóður.

– BÞJ


 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnOne Response to Ókeypis myndasögudagurinn

  1. Pingback: ÓkeiBæ heldur myndasögukeppni | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑