Menning

Birt þann 1. apríl, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leitin að nördalegasta mómentinu er hafin! Vegleg verðlaun í boði!

Við leitum af fyndnum, hugljúfum, vandræðalegum og skemmtilegum sögum úr heimi nördanna.

Sagan getur til dæmis tengst tölvuleikjum, borðspilum, larpi, cosplayi eða einhverju öðru sem tengist heimi nördanna, en sagan verður að vera sönn! Tekið er á móti sögum, myndefni og/eða myndböndum. Nördismi er eitt það fallegasta sem til er en hægt er að óska eftir nafnleynd. Valdar sögur verða lesnar upp í Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins.

Nördalegasta sagan hlýtur veglegan gjafapakka! Gjafabréf sem gildir fyrir tvo VR flóttaleiki í Smárabíó, borðspilið King of Tokyo, gjafabréf hjá Gamestöðinni og tölvuleikinn NUTS á Steam!

Nördalegasta sagan hlýtur veglegan gjafapakka! Gjafabréf sem gildir fyrir tvo VR flóttaleiki í Smárabíó, borðspilið King of Tokyo, gjafabréf hjá Gamestöðinni og tölvuleikinn NUTS á Steam!

Taktu þátt og deildu þinni sögu með okkur! Til að taka þátt þá sendir þú inn þína sögu fyrir 30. apríl á nordnordursins@gmail.com merkta nördalegasta mómentið ásamt upplýsingum um nafn og kennitölu. Með því að senda inn efni samþykkir þú að það megi ræða innihald þess í Leikjvarpinu. Aldurstakmark þátttöku er 16 ára.

Forsíðumynd: Liger eftir Napoleon Dynamite o.fl.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑