Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bókarýni: Salem’s Lot eftir Stephen King
    Bækur og blöð

    Bókarýni: Salem’s Lot eftir Stephen King

    Höf. Nörd Norðursins12. desember 2012Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Undanfarið hef ég verið að lesa gömlu Stephen King bækurnar aftur til að sjá hvort „eldri ég“ hafi eins gaman af þeim og „yngri ég“. Hingað til hef ég fjallað um The Talisman og Carrie en nú er komið að Salem’s Lot – óði Stephen King til hins klassíska Drakúla.

    Eflaust hafa verið talsverðar væntingar til þessarar bókar eftir velgengni Carrie en Stephen King sýnir mikið sjálfsöryggi með því að taka sinn tíma í að byggja söguna upp og við erum komin vel inn í söguna þegar sjálf aðalvampíran Barlow birtist (ég elska þetta nafn, það passar vel við vampíru).

    Við fáum strax að vita að hlutirnir eiga ekki eftir að enda vel eftir að hafa lesið formálann. Þar kynnumst við tveimur manneskjum; ungum stráki og hávöxnum manni, sem hafa greinilega lifað af einhverja skelfilega atburði sem hafa haft djúpstæð áhrif á daglegt líf þeirra og þeir virka eins og þeir séu í hálfgerðum doða. Ég ætla að staldra aðeins við hérna og vísa í þennan stutta kafla í formálanum sem sýnir fram á hversu megnugur Stephen King er:

    A week later he awoke sweating from a nightmare and called out the boy’s name.
    ‘I’m going back,’ he said.
    The boy paled beneath his tan.
    ‘Can you come with me?’ the man asked.
    ‘Do you love me?’
    ‘Yes. God, yes.’
    The boy began to weep, and the tall man held him.

    Fyrir rithöfund sem skrifar iðulega mjög langar bækur þá nær hann í sjö stuttum línum að lýsa kringumstæðunum. Tilvera þessara tveggja einstaklinga er algerlega í rúst og það eina sem þeir hafa er hvorn annan. Þessi drungi sem einkennir Salem’s Lot er því til staðar frá upphafi og magnast bara seinna þegar við fáum að kynnast íbúum Jerusalem’s Lot (Salem’s Lot er að sjálfsögðu stytting á því) í einskonar sápuóperu frá helvíti.

    Bærinn er eins og hannaður fyrir þyrstar blóðsugur, íbúar hefðu þess vegna getað sett upp skilti við bæjarmörkin sem á stæði „Vampírur velkomnar, öllum er sama um okkur og við þjáumst af sjálfshatri og lífsleiða“. Í kaupbæti hafði bærinn sitt stóra hús með skuggalega fortíð (reimt hús er algengt þema í bókum Stephen King) sem Barlow á eftir að flytja inn í. Aðstoðarmaður hans, sem heitir Straker (þetta er orðaleikur með nafn Bram Stokers, sérstaklega ef þú setur nöfnin saman Barlow Straker = Bram Stoker), undirbýr komu hans undir því yfirskini að þeir séu að fara að selja antíkhúsgögn í bænum. Hann er heillandi við fyrstu sýn en, eins og síðar kemur í ljós, grimmur og öflugur andstæðingur. Hann hefur í raun alla burði til að vera höfuðóvinur og það læðist að manni sá grunur að Stephen King hafi endurskrifað hann og gefið honum yfirnáttúrulega krafta sem Leland Gaunt í bókinni Needful Things frá árinu 1991.

    Veikleiki vampíra er að þær liggja í kistunni sinni yfir daginn og þá er hægt að drepa þær en sú hugmynd að hafa öflugan aðstoðarmann; nánast hina mannlegu spegilmynd vampírunnar sjálfrar, finnst mér alger snilld (aðstoðarmaðurinn í Drakúla eftir Bram Stoker var Renfield sem át pöddur og var klikkaður þannig að hann var ekki líkur Straker). Við höfum þá nokkurs konar tvíhöfða skrímsli sem er samt mun öflugra á nóttunni (og getur framleitt fullt af öðrum litlum skrímslum) og hinn hefðbundna heillandi fjöldamorðingja (Dexter?) á daginn sem verndar þann verri þegar hann sefur. Ég man eftir slíkum aðstoðarmanni í kvikmyndinni Fright Night frá 1985 en hann er ekki til staðar í nýlegu endurgerðinni (það væri hægt að skrifa heila grein um samanburðinn á Fright Night og endurgerðinni 2011 en sú fyrri fannst mér mun betri).

    Eins og áður sagði þá fer Stephen King sér engu óðslega í að byggja upp spennu og drunga fyrir það sem koma skal. Sagan sjálf (eftir þennan frábæra formála) hefst á því að rithöfundurinn Ben Mears er fluttur tímabundið aftur í bæinn sem hann ólst upp í, til að skrifa bók (við fáum aldrei að vita efni hennar). Ben þessi á sínar slæmu minningar af bænum í æsku, og þá sérstaklega af Marsten húsinu sem er einmitt húsið sem Straker og Barlow leigja undir því yfirskini að vera setja á laggirnar búð í bænum. Við kynnumst þorpsbúum smátt og smátt og í þeim hópi er drykkfelldi presturinn Callahan, hin viðkunnanlega Susan Norton sem Ben Mears fellir hug til, fluggáfaði strákurinn Mark Petrie, ruslakallinn Dud Rogers sem elskar að skjóta rottur og fleiri.

    Það eru nokkur þema í gangi í gegnum bókina og Stephen King vefur þeim listilega saman. Hann spilar skemmtilega með vantrú fólks á það yfirnáttúrulega.

    Það eru nokkur þema í gangi í gegnum bókina og Stephen King vefur þeim listilega saman. Hann spilar skemmtilega með vantrú fólks á það yfirnáttúrulega. Lengi vel þá eru það aðeins örfáir einstaklingar sem eru að reyna telja öðrum trú um að eitthvað dularfullt sé á seyði en loksins þegar það tekst þá er það oft of seint. Auðvitað er þetta algengt þema en Stephen King kemur því vel frá sér og það verður ekki of pirrandi en aðalatriðið er að það er ekki aðeins baráttan við það illa sem er í gangi heldur einfaldlega það að fá fólk til að horfast í augu við hættuna. Margir kjósa til dæmis að líta framhjá ógninni í ljósi þess hve skelfileg hún er. Einnig þykir það ekki dularfullt í litlum smábæ eins og Salem’s Lot þegar einhver lætur ekki í sér heyra í einhvern tíma og sérstaklega þegar bærinn er eins „dysfunctional“ og raun ber vitni. Þetta er nammibar fyrir vampírur.

    Í stuttu máli þá er Salem’s Lot eins góð og ég man eftir þegar ég var unglingur, en núna kann ég enn frekar að meta þessa hægu uppbyggingu og góðan seinni part þegar baráttan við það illa er í algleymingi. Svona eiga vampírur að vera; öflugar og nær óstöðvandi illska sem hafa nær engan veikan punkt. Síðan kom Buffy og hóf að drepa þær í bílförmum og ég ætla ekki einu sinni að fara út í hvað hefur verið gert við vampírur nýlega, það er bara ávísun á þunglyndi. Endurlesið (eða lesið) Salem’s Lot, þið verðið seint svikin af því.

    Næst ætla ég að taka fyrir hina epísku The Stand sem er uppáhaldsbók margra Stephen King aðdáenda.

     

    Höfundur er  Steinar Logi Sigurðsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    bókarýni Salems Lot Steinar Logi Sigurðsson stephen king
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEve Online Sinfóníutónleikar í Hörpu
    Næsta færsla Loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki 13. og 14 desember
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024

    Final Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“

    29. mars 2024

    Crew Motorfest

    3. október 2023

    NBA2K23 (PS5) – staðan í dag

    21. nóvember 2022

    Gran Turismo 7 – „Litlar breytingar en svíkur ekki“

    9. apríl 2022
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.