Fréttir1

Birt þann 10. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslandsmót í FIFA 13 haldið 27. september

Íslandsmót á vegum Skífunnar, Kringlunnar og Senu í FIFA 13 verður haldið fimmtudaginn 27. september 2012, sama dag og leikurinn kemur í verslanir. Til að taka þátt í mótinu þarf viðkomandi að kaupa leikinn í forsölu í Skífunni. Það kostar 1.000 kr. að tryggja sér leikinn í forsölu og fer sú upphæð upp í verðið á leiknum sem er 11.999 kr. Þetta er í þriðja árið í röð sem Skífan stendur fyrir Íslandsmóti í FIFA og verður mótið klárað á einum degi líkt og áður.

Í boði eru glæsilegir vinningar. Einn heppin kaupandi FIFA 13 í forsölu verður dreginn út og fær hann Caddriff FC bol áritaðan af Heiðari Helgusyni, Aroni Einari og Craig Bellamy. Allir sem kaupa leikinn í forsölu fá gjafakort frá Dominos auk Coke Zero frá Vififelli með leiknum.

  • 1. verðlaun: 30.000 kr. gjafabréf í Skífuna, FIFA 13 leikurin og pizzaveisla frá Dominos.
  • 2. verðlaun: FIFA 13 leikurinn 10.000 kr. gjafabréf í Skífuna og pizzaveisla frá Dominos
  • 3. verðlaun: FIFA 13 leikurin  og 5.000 kr. gjafabréf í Skífuna og pizzaveisla frá Dominos

Skífan verður auk þess vera með kvöldopnun þann 27. september þar sem FIFA unnendur geta nælt sér í eintak af FIFA 13.

Mótið hefst kl. 14:00 á Blómatorgi Kringlunnar og lýkur fyrir kl. 21:00. Spilað verður á fjölda skjáa og fer mótið fram með úrsláttar fyrirkomulagi.

Ert þú besti FIFA spilari landsins ?

Smelltu HÉR til að forpanta FIFA 13 á Skifan.is.

Heimild og mynd: Skífan á Facebook

BÞJ

Tengt efni:
Skífan heldur FIFA 12 mót!
FIFA 12 mót Skífunnar [MYNDIR]
Leikjarýni: FIFA 12

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑