Fréttir

Birt þann 19. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

Skífan heldur FIFA mót!

Skífan ætlar að halda FIFA mót í tilefni þess að FIFA 12 – einn svakalegasti fótbolta leikur ársins – er væntanlegur síðar í þessum mánuði. Mótið er aðeins opið þeim sem kaupa FIFA 12 í forsölu hjá Skífunni og mun Steindi Jr. og Friðrik Dór hefja mótið á slaginu 15:00 þann 28. sept. Í upplýsingum sem Skífan sendi frá sér kemur eftirfarandi fram:

FIFA mót Skífunnar verður haldið þann 28.sept kl. 15.00 í verslun Skífunnar Kringlunni. Allir sem kaupa FIFA 12 í forsölu geta skráð sig á mótið. Skráningu lýkur kl. 12.00 þann 28.sept. Keppnin verður útsláttarkeppni þar sem spilað er við 4 stöðvar. Hver leikur er 8 mín.
Fifa 12 verður síðan afhentur kl. 21.00.

Steindinn okkar og Friðrik Dór munu starta mótinu kl. 15.00.

100 fyrstu sem kaupa leikinn í forsölu fá einnig bíómiða á myndina What‘s your number, Gjafabréf á Dominos og viðbót frá FIFA.
Leikurinn kostar í Skífunni 11.499.

Dominos sér um að fæða spilara og aðra gesti.

 

 

Hægt er að forpanta FIFA 12 í fleiri verslunum á landinu, en samkvæmt okkar upplýsingum hefur engin þeirra tilkynnt leikinn á afgerandi lágu verði.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn2 Responses to Skífan heldur FIFA mót!

Skildu eftir svar

Efst upp ↑