Fréttir

Birt þann 2. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

FIFA mót Skífunnar

Síðastliðið miðvikudagskvöld kom FIFA 12 leikurinn loksins í verslanir hérlendis, en í tilefni þess ákvað Skífan að halda risastórt FIFA mót. Hver sem er gat skráð sig svo framarlega sem hann hafði forpantað leikinn í verslunum Skífunnar.


Mótið hófst á slaginu þrjú, með leik á milli engra annarra en Steinda Jr. og Friðrikis Dórs, sá leikur var heldur einhliða þar sem Friðrik Dór var ekki í neinum vandræðum með hann Steinda…

Mótið hófst á slaginu þrjú, með leik á milli engra annarra en Steinda Jr. og Friðrikis Dórs, sá leikur var heldur einhliða þar sem Friðrik Dór var ekki í neinum vandræðum með hann Steinda, í 3-0 viðureign, en leikurinn var samt sem áður þrælskemmtilegur, og var það mestmegnis tilþrifum Steindans að þakka, en hann hélt áhorfendum brosandi með innskotum á hvernig velgegni Frikka væri þökk fáránlegri dómgæslu og fleiru.

En eftir það hófst mótið að alvöru, það voru sex stöðvar til að keppa á, og hátt í 100 þátttakendur. Mótið var útsláttarmót og gekk hratt og skipulega fyrir sig. Keppendur spiluðu lið allt frá Stoke City til Barcelona. Klukkan 19 buðu svo Dominos pizza í samstarfi við Skífunna upp á pizzu handa svöngum þátttakendum, og stuttu eftir það var komið að úrslitaviðureigninni þar sem Björgvin Þorvaldsson, spilandi Real Madrid sigraði Róbert Steinar, sem spilaði Manchester City 3-0 í hörkuspennandi leik, þrátt fyrir blekkjandi úrslitatölur. Þess má til gamans geta að ekki ein einasta stelpa tók þátt í mótinu.

Þess má til gamans geta að ekki ein einasta stelpa tók þátt í mótinu.

Verðlaun voru veitt fyrir efstu fjögur sætin, og voru þau ekki í amarlegri kantinum, en sem dæmi má nefna að fyrsta sætið hlaut bikarinn, 160 gb. PlayStation 3 leikjatölvu og svo að sjálfsögðu glænýtt eintak af FIFA 12 leiknum sem byrjað var að selja beint eftir verðlaunaafhendinguna.

Úrslitin stóðu sem svo:

  1. Björgvin Þorvaldsson
  2. Róbert Steinar
  3. Aron Baldvin Þórðarsson
  4. Þorkell Helgason

Við hjá Nörd Norðursins óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá næsta tölvuleikjamót hérlendis, og vonumst eftir jafngóðri þátttöku þá.

Arnar Vilhjálmur Arnarsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnOne Response to FIFA mót Skífunnar

Skildu eftir svar

Efst upp ↑