Bíó og TV

Birt þann 12. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nörd Norðursins gefur miða á Iron Sky!

Í tilefni af eins árs afmæli Nörd Norðursins ætlum við að gefa nokkrum heppnum lesendum miða fyrir 2 á myndina Iron Sky. Það eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á að vinna er að fara á Facebook síðuna okkar og skrifa athugasemd (comment) við Iron Sky stöðuna (status) á veggnum okkar, og segja hver þín uppáhalds vísindaskáldsaga er!


Uppfærsla:

Búið er að draga í leiknum okkar.
Vinningshafar eru;
Védís Ragnheiðardóttir, Sveinn Dal Björnsson, Bárður Bergsson, Axel Paul Gunnarsson, Sigurður B. Jökulsson, Oddur Sigurjónsson, Kristján S. Einarsson, Lína Klaufi Knútsdóttir, Anton Logi Sverrisson.

 

Bíó Paradís um Iron Sky:

Á síðustu andartökum seinni heimsstyrjaldarinnar nær hópur Nasista í leynilegri geimáætlun að koma sér undan tortímingu og flýja til tunglsins; sem sagt myrkvaða hluta tunglsins. Í heil 70 ára tekst þeim að leynast þar og byggja upp risavaxið borgvirki, með umfangsmiklum herflota af geimflaugum.
Þegar ameríski geimfarinn James Washington (Chrisopher Kirby) lendir á tunglinu, aðeins of nálægt leynilegum höfuðstöðvum Nasistanna, ákveður Foringi tunglsins að hin dýrðlega stund hefndarinnar sé runninn upp, fyrr en áætlað var. Washinton heldur því fram að sendiförin sé ekkert annað en kosningabrella núverandi forseta Bandaríkjanna (Stephanie Paul), en auðvitað er maðurinn að ljúga og auðvitað er hann að njósna vegna yfirvofandir árásar frá jarðarbúum. Fjórða ríkið verður að bregðast við!

Tveir fyrirtaks Nasistar, hinn miskunnarlausi Klaus Adler (Götz Otto) og hugsjónamanneskjan Renate Richter (Julia Dietze) ferðast til jarðarinnar til að undirbúa innrásina. Þegar herskip Tungl-Nasistanna fylla himininn, tilbúin að ráðast á grunlausa jarðarbúa er ljóst að hver maður, kona og þjóð þurfa að líta djúpt í eigin sál og endurmeta gildi sín og forgangsröðun.

Hér er á ferðinni kolsvört kómedía sem hefur nú þegar vakið mikla eftirvæntingu um allan heim. Myndin var að hluta til fjármögnuð með fjármagni frá almenningi í gengum netið og er spennan meðal netverja gríðarleg. Myndin var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á kvikmyndahátiðinni í Berlín í febrúar og fékk þar magnaðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑