Bækur og blöð

Birt þann 14. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

DC Comics kynnir nýja He-Man myndasögu

Í síðastliðinni viku tilkynntu DC Comics  útgáfu sex blaða míníseríu um vöðvatröllið He-Man sem mun koma út í byrjun júlí. James Robinson mun skrifa sögurnar og munu þeir Philip Tan og Ruy Jose sjá um myndskreytinguna. Fyrsta forsíðan hefur nú þegar litið dagsins ljós (smelltu á myndina hér til hægri til að sjá hana í fullri stærð) og verður að segjast að hún lítur ansi vel út.

Robinson mun kynna lesendum fyrir Meisturum alheimsins, eða Masters of the Universe eins og þeir eru betur þekktir. Þeir hafa misst minnið og muna þar af leiðandi ekki eftir fyrri hetju árum sínum og mun hinn illi Skeletor ráða ríkjum.

Ætli He-Man og (ó)vinir hans  nái það miklum vinsældum að við fáum að kynnast nýrri He-Man leikfangalínu, líkt og þeirri sem var vinsæl á níunda áratugnum? He-Man og félagar eiga að minnsta kosti stóran hóp traustra aðdáenda, en þúsundir meðlima spjalla saman um He-Man og félaga á Masters of The Universe aðdáendasíðunni He-Man.org. Einnig er Power-Con/Thunder-Con ráðstefna haldin árlega fyrir aðdáendur Masters of the Universe og Thundercats.

Heimild: MTV Geek

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑