Fréttir1

Birt þann 23. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

CISPA: Njósnað um netverja

Fyrirtæki og ríkisvöld virðast þyrsta í upplýsingar um netverja. Fyrst var SOPA frumvarpið lagt fram svo PIPA, auk HR 1981 og ACTA samkomulagsins, og nú er komið að bandaríska CISPA frumvarpinu – eða Cyber Intelligence Sharing and Protection Act (einnig þekkt sem HR 3523).

Ólíkt SOPA og PIPA hefur ekki farið mikið fyrir CISPA, en í stuttu máli er CISPA ansi líkt SOPA sem gengur út á það að safna persónuupplýsingum um netverja og vefsíður. Helsta breytingin er nafnið á frumvarpinu en því er beint að svokölluðum „ógnum á netinu“ (cyberthreats) án þess þó að það sé skilgreint eitthvað frekar. Ríkið, leyniþjónustur og fyrirtæki fá upplýsingar um „ógninar“, sem geta verið allt frá leitarorðum einstaklings á leitarvélum, heimsóttar síður yfir í vefpóst og persónulegri gögn. Upplýsingarnar geta svo verið notaðar á  nánast hvaða hátt sem er.

Það hefur vakið athygli að engar stórar vefsíður/fyrirtæki hafa boðað sambærilegar mótmælaaðgerðir og þegar SOPA frumvarpið var í umfjöllun, en það er vegna þess að CISPA beinist fyrst og fremst að einstaklingum og hópum en ekki fyrirtækjum líkt og SOPA.

Líklega verður kosið um frumvarpið í þessari viku og búist er við því að meirihluti Bandaríska þingsins muni samþykkja það.

Við skiljum ykkur eftir með nokkra gagnlega hlekki sem tengjast CISPA og einfaldri útskýringarmynd á því hvernig löggjöfin virkar í hnotskurn.

– CISPA á Wikipedia
– CISPA frumvarpið í heild sinni (PDF)
– Digital Trends, „CISPA vote coming next week: How to fight back now“
– The Guardian, „Cispa will give US unprecedented access, internet privacy advocates warn
– RT, CISPA: say ‘goodbye’ to privacy and freedom [frétt á YouTube] – Undirskriftasöfnun í mótmælaskyni á Avaaz

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑