Fréttir1

Birt þann 15. mars, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

4

Wasteland 2 á leiðinni?

Svo virðist vera sem að Wasteland 2 fái loksins að líta dagsins ljós.  Eftir að hafa reynt árum saman að fá stóra leikjaframleiðendur til að taka Wasteland 2 verkefnið upp á arma sína, gafst Brian Fargo (stofnandi Interplay Entertainment) upp og ákvað að nota sitt eigið fyrirtæki, InXile Entertainment, til að koma leiknum í framleiðslu. Eina vandamálið er fjárskortur, enda kosta tölvuleikir ekki smápeninga í framleiðslu í dag. Þess vegna var fyrir rétt rúmum sólahring síðan sett af stað fjáröflun  til að athuga hvort aðdáendur fyrri leiksins langi það mikið í framhald að þeir séu tilbúnir til að fjárfesta í því. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa þegar safnast 800.000$ af þeim 900.000$ sem InXile Entertainment telur sig þurfa til að búa til leikinn, og því lítur allt út fyrir að við fáum að sjá Wasteland 2 í náinni framtíð.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Wasteland er, þá var fyrsti Wasteland leikurinn gefinn út af Interplay Entertainment árið 1988, og naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og gerir enn í dag. Wasteland var einn fyrsti leikurinn þar sem spilarinn gat spilað í svokölluðum Sandbox heimi, þar sem allar hans ákvarðanir höfðu áhrif á umhverfið og framvindu sögunnar, en slíkir sýndarheimar fyrirfinnast nú í fjölmörgum tölvuleikjum eins og Grand Theft Auto, Skyrim og Eve Online. Wasteland er einnig sá leikur sem hafði hvað mest áhrif á Fallout seríuna góðu, enda báðir leikirnir gerðir af sama fyrirtæki, og gerðust báðir í geislavirku eyðilandi í kjölfar þriðju heimstyrjaldarinnar..

Þeir sem hafa áhuga á því að sjá Wasteland 2 í sinni nánustu framtíð geta farið inn á Kickstarter síðu InXile Entertainment og styrkt verkefnið. Þeir sem gefa meira en 15$ hafa þegar tryggt sér eintak af leiknum, og þeir sem gefa enn meira geta átt von á fleiri verðlaunum.

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:4 Responses to Wasteland 2 á leiðinni?

Skildu eftir svar

Efst upp ↑