Tækni

Birt þann 8. nóvember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Siri, viltu giftast mér? – myndbönd

Siri er þinn persónulegi aðstoðarmaður í iPhone 4S sem kom í verslanir 14. október síðastliðinn. Í stuttu máli getur Siri aðstoðað notandann í gegnum raddskipanir (á ensku, frönsku eða þýsku). Siri getur m.a. stillt vekjaraklukkuna, fundið miða á tónleika, sent og skrifað SMS og gefið þér upplýsingar um nánast hvað sem er. Möguleikar Siris eru þó að einhverju leiti háðir því hvar notandinn er staddur í heiminum.

Hér fyrir neðan er að finna nokkur áhugaverð myndbönd sem sýna hvernig Siri virkar – og virkar ekki!

 

Furby og Siri ræða saman

Loð- og bullboltinn Furby ræðir við Siri í þessu myndbandi. Á meðan Furby ælir einhverju bulli út úr sér reynir Siri að tengja það við sína þekkingu.

 

Siri, who’s your daddy?

Hér prófar ofurspenntur iPhone 4S eigandi möguleika Siris með spurningum sem Siri á að ráða við eins og hvernig er veðurspáin á mínu svæði? yfir í óhefðbundnar spurningar eins og Who’s your daddy? og How much wood would a woodchuck chuck if a woodchuck could chuck wood?

 

Japani sem kemst ekki á vinnu netfangið

Siri kann ensku, frönsku og þýsku – en hvað með ensku með japönskum hreim?

 

Siri veit svarið við spurningunni!

Aðdáendur The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy ættu að gleðjast yfir þessu svari.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



One Response to Siri, viltu giftast mér? – myndbönd

Skildu eftir svar

Efst upp ↑