Fréttir1

Birt þann 4. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

iPhone 4S – til þjónustu reiðubúinn!

Apple hélt blaðamannafund í kvöld – sem hófst kl. 17 á íslenskum tíma – og voru miklar væntingar fyrir fundinn um að Apple myndi kynna nýjan iPhone 5 farsíma. Það urðu margir fyrir vonbrigðum þegar einhver snillingur hjá Apple í Japan birti upplýsingar um nýja iPhone 4S síma á heimasíðunni áður en blaðamannafundurinn hófst. Svo að lang flestir vissu að enginn iPhone 5 væri á leiðinni á næstunni.
Vel gert, fyrrverandi starfsmaður Apple!

Fyrsti klukkutími fundsins fór í að segja frá því hversu góðir Apple eru í sýnu fagi – fremstir á fararbroddi á mörgum sviðum, en Apple er meðal annars með fartölvur, stýrikerfi, farsíma, farsímahugbúnað, farsímaverslun, spjaldtölvur, tónlistarmarkað, MP3 spilara og margt fleira. Einnig voru uppfærslur á hugbúnaði og forritum kynnt eins og Find My Friends sem finnur staðsetninguna á vinum þínum. Apple kynnti einnig lækkað verð á iPod-um.
Meðal þess sem einnig kom fram var að iOS 5 og iCloud verða fáanleg frá 12. október næstkomandi en iTunes Match í lok mánaðarins.

Meðal þess sem einnig kom fram var að iOS 5 og iCloud verða fáanleg frá 12. október næstkomandi en iTunes Match í lok mánaðarins.

 

iPhone 4S

Stóra fréttin var að iPhone 4S er á leiðinni! Síminn er ekki „aðeins“ uppfærsla á iPhone 4, heldur samanstendur síminn af nýjum búnaði. 4S er allt að tvöfalt hraðari en iPhone 4 og er grafíkin mun öflugri, eða allt að sjö sinnum hraðari en í fyrri símanum. Þetta gerir símann mun öflugri sem leikjavél, en ekki aðeins sem handhelda leikjavél heldur einnig sem leikjavél heima í stofu þar sem notandinn getur spilað tölvuleiki í gegnum iPhone 4S og notað sjónvarpsskjáinn til þess að stækka myndina (tæknin kallast AirPlay Mirroring). Þetta er hægt að gera með eða án snúra úr símanum og í skjáinn.

Batteríið í nýja símanum er helvíti öflugt, en það endist í 8 klst. í 3G taltíma, 6 klst. í vefvöfrun, 9 klst. á Wi-Fi, 10 klst. í spilun myndbanda og 40 klst. í tónlistarspilun.

Netið í iPhone 4 er 7,2 Mbps. en er tvöfalt hraðar í nýja símanum, eða 14,4 Mbps. Auk þess er 4S mun fljótari að taka myndir á 8 megapixla myndavél sem getur tekið myndir í stærðinni 3264 x 2448 pixlum. Myndirnar eru skýrari og skarpari en áður. Einnig er hægt að taka upp myndbönd í 1080p upplausn.

 

Siri – þinn persónulegi þjónn

Siri er tól sem hjálpar notandanum með hvað sem er, hvænar sem er. Forritið hefur verið í vinnslu í heldur langan tíma og hefur verið unnið í samstarfi við fjölda annara fyrirtækja og gagnagrunna á borð við Google Maps, Bing, Yelp, Rotten Tomates, MovieTickets.com, OpenTable, Eventful, StubHub, Taxi Magic og fleiri. Með einum takka getur notandinn lagt fram fyrirspurnir og pantanir sem Siri vinnur úr.

Siri er tól sem hjálpar notandanum með hvað sem er, hvænar sem er.

Með notkun gervigreindar skynjar síminn hvað þú segir og hvaða orð skipta máli í leitinni. Sem dæmi getur þú spurt hvaða kvikmyndahús eru í grenndinni, hvort það sé laust borð í kvöld á uppáhalds veitingahúsinu þínu eða hvort eitthvað áhugavert sé á dagskrá næstu helgi. Notandinn getur gengið skrefinu lengra og gengið frá borða- eða miðapöntunum í gegnum símann, eða fengið beint samband við viðkomandi fyrirtæki.

Á kynningunni gaf Siri meðal annars svör við eftirfarandi spurningum og skipunum; Hvernig er veðrið í dag? – og síminn birti veðurspána. Finndu grískan veitingastað í Palo Alto – og Siri fletti því upp. Vísaðu mér veginn að Hoover Tower – og upp kom kort sem sýndi leiðina á einfaldan og þægilegan máta.

Einnig er hægt að láta Siri lesa upp skilaboð, sem getur verið ansi hentugt þegar maður er upptekinn við akstur. Í skilaboðunum spyr vinur hvenær notandinn sé laus til að borða með sér. Þá getur notandinn spurt Siri með raddskipun, hvort hann sé upptekinn næsta föstudag og Siri kemur með svarið. Þá er hægt að biðja Siri um að svara skilaboðunum með því að tala – og Siri sér um að skrifa skilaboðin niður. Þar á eftir geturu fengið Siri til að setja hvað sem er inn í dagbókina þína. Allt þetta án þess að þurfa að velja haug af aðgerðum sjálfur, heldur sér Siri um hlutina fyrir þig.

Siri getur einnig flett upp í Wikipedia og skilgreint hluti með aðstoð WolframAlpha.

Siri talar ensku, frönsku og þýsku í beta útgáfunni, en fleiri tungumál munu bætast við með tímanum.

 

Hægt er að forpanta iPhone 4S föstudaginn 7. október en síminn sjálfur verður fáanlegur 14. október í tveimur litum; svörtum og hvítum. 16 gb. útgáfan mun kosta $199, 32 gb. $299 og 64 gb. $399 – öll verð eru miðuð við samninga við símafyrirtæki.Síminn verður fyrst aðgengilegur í stóru löndunum; USA, Kanada, Ástralíu, UK, Frakklandi, Þýskalandi og Japan. Fljótlega munu fleiri lönd bætast við og verður stefnt á hraða og öfluga dreyfingu á símanum.

Bjarki Þór Jónsson

Heimilidir:
Live Blog hjá Engadget.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑