GameTíví byrjar aftur eftir sumarfrí
Vinsælasti tölvuleikjaþáttur landsins hefst aftur eftir fimm mánaða sumarfrí. Fyrsti þátturinn í TÍUNDU seríu verður sýndur fimmtudaginn 15. september og verður í opinni dagskrá á Skjá Einum.
Í þáttunum fjalla þeir GameTíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum.