Fréttir1

Birt þann 23. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Vísindavaka

Í dag – föstudaginn 23. september – verður hin árlega Vísindavaka haldin í Háskólabíói milli kl 17:00 og 22:00. Á heimasíðu Rannís kemur fram að:

 

 

 

 

Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september 2011 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu. Sjá evrópska heimasíðu verkefnisins.
Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

 

Margt spennandi er á dagskrá þetta árið. Meðal annars mun Hinrik Haraldsson hjá CCP fjalla um persónusköpun í tölvuleikjum, Sverrir Guðmundsson frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness sýnir undur alheimsins og Sprengjugengið, djarfur hópur efnafræðinema, verður með háskalegar efnafræðisýningar.

Dagskrána í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑