Fréttir1

Birt þann 29. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tímaritið í salt en heimasíðan gerð virkari!

Við höfum ákveðið að leggja veftímaritið í salt, en heimasíðan mun haldast virk. Nú er nánast allt efni úr fyrstu fimm tölublöðunum komið yfir á heimasíðuna og nýtt efni er byrjað að bætast við síðuna.

Ástæðan fyrir þessum breytingum er að ekki hefur gengið sem skyldi að fá nýja virka penna til liðs við okkur.
Eldri tölublöðin verða að sjálfsögðu ennþá aðgengileg á netinu og er jafnframt hægt að sækja PDF útgáfur af þeim ókeypis.

Við hvetjum áhugasama penna og snillinga að hafa samband við okkur og munum gera okkar besta til að halda heimasíðunni virkri og skemmtilegri! 🙂

Blöðin fimm er hægt að nálgast hér.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑