Retró

Birt þann 26. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Retro: Tapper (1983)

Tapper, sem er einnig þekktur sem Rótar Bjórs Tapper, er spilakassaleikur frá árinu 1983, gefinn út af Bally Midway. Markmið leiksins er að bera fram bjór og ná í tómar könnur og þjórfé.

Í leiknum eru fjórir barir. Gestir koma reglulega á barinn og heimta drykki. Spilarinn verður að bera fram drykki þar sem gestirnir færast alltaf nær spilaranum. Ef að einhver gestanna kemur nálægt spilaranum, grípa þeir í barþjóninn og henda honum yfir barinn, þar með missir spilarinn líf.

Spilarinn þjónar viðskiptavinunum með því að fylla á könnurnar á einhverjum af fjórum börunum. Þegar kannan er full, sleppir spilarinn krananum og skutlar könnunni sjálfkrafa í átt að viðskiptavininum. Viðskiptavinurinn grípur svo könnuna, svo fremi sem þeir eru ekki með bjór í hendi eða annars hugar. Ef að viðskiptavinurinn grípur ekki könnuna dettur hún fram af barnum, sem þýðir að spilarinn missir líf. Hinsvegar, ef að viðskiptavinurinn grípur könnuna, þá ýtir hann einhverri upphæð til baka að spilaranum. Markmiðið er að ýta viðskiptavininum alveg útaf skjánum, en ef það er ekki gert sitja þeir kyrrir og halda áfram að drekka. Þegar hann klárar úr könnunni skutlar hann henni tilbaka til spilarans, og heldur svo áfram í átt að spilaranum. Ef að spilarinn grípur ekki tómu könnurnar detta þær fram af barnum, og það kostar spilarann líf.

 

 

Reglulega skilja viðskiptavinirnir eftir þjórfé á barnum, þau geta verið skilin eftir hvar sem er á barnum. En þjórféð birtist einungis eftir að spilarinn hefur sent frá sér ákveðinn fjölda af könnum. Með því að ná í þjórféð fær spilarinn auka stig og hrindir af stað „skemmtun“ sem fylgir hverju borði fyrir sig (t.d. dansandi stelpur í vilta vesturs borðinu, klappstýru í íþrótta borðinu o.s.frv.) Á meðan að skemmtunin er í gangi, munu sumir viðskiptavinirnir verða annars hugar og hætta að færa sig nær spilaranum, en þeir munu einnig hætt að grípa könnur sem spilarinn sendir frá sér.
Til þess að komast upp um borð, þarf spilarinn að losa sig við alla viðskiptavinina. Þegar það er búið sér spilarinn stutta mynd þar sem barþjónninn hellir sér bjór í könnu, drekkur hann og hendir svo tómri könnunni upp í loft með mismunandi (venjulega glettnum) afleiðingum, eins og að sparka í hana og þar með splúndrast hún eða kannan fellur beint á höfuðið á honum.

Á meðan leikurinn miðar áfram, birtast viðskiptavinirnir oftar, hreyfast hraðar úr stað, og færast styttra aftur á bak þegar þeir grípa drykkina sína. Auk þess hækkar, hámarks tala viðskiptavina á hverjum bar, smátt og smátt þar til að hver bar er með allt að fjóra viðskiptavini í einu.Á milli borða, er spilaranum kynntur sérstakt þrauta borð. Í því er einn bar með sex dósum af bjór eða rótar bjór. Grímuklæddur þorpari hristir allar nema eina dós og lemur svo í barinn, sem veldur því að dósirnar skipta um stöðu. Ef að einhver af hristu dósunum er valin springa þær í andlitið á barþjóninum, eftir það er svo rétt kanna sýnd. Ef spilarinn velur óhrista dós, er hetjan sýnd brosandi og skilaboð kemur upp á skjáinn „þessi er fyrir þig “, og spilarinn fær í verðlaun auka stig.

Það eru fjögur umhverfi í leiknum, hvert þeirra er í tvemur til fjórum borðum. Umhverfin eru:

  • Sveita – villta vestrið, bar með kúrekum (2 borð)
  • Íþróttaviðburður með íþróttafólki (3 borð)
  • Rokk bar með rokkurum (4 borð)
  • Geim bar með geimverum (4 borð)

Ef spilarinn klárar öll 13 borðin, byrjar það fyrsta aftur, en það er erfiðara en í fyrra skiptið og með smávægilegum breytingum.

Upphaflega var leikurin styrktur af Anheuser-Busch, og fyrsti spilakassa leikurinn var með „Budweiser“ mótífi (Þema lag Budweiser var spilað í þessum leik). Ætlunin var að selja spilakassann á bari, og litu þeir margir út eins og barir, með glasa haldara.

Á fyrstu vélunum voru stýripinnarnir raunverulegir Budweiser bjórdælu handföng, sem var svo skipt út með minni, ódýrari, plast bjórdælum með Budweiser merkinu á.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑