Leikjarýni

Birt þann 21. júlí, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Galaga – „magnað hvað þessi leikur er tímalaus“

Leikjarýni: Galaga – „magnað hvað þessi leikur er tímalaus“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Krefjandi geimorrusta sem fyllir spilarann af nostalgíu.

3

Klassík!


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Ef þú ert að pæla í hvað eigi að gera við afganginn af PlayStation inneigninni þinni þá eru þó nokkrir leikir undir 5 dollurum í bandarísku búðinni og þar á meðal er Galaga, klassíski spilakassaleikurinn sem mun fagna 35 ára afmæli næstkomandi september.

Það er alveg magnað hvað þessi leikur er tímalaus, hann hefur aldeilis ekki elst illa. Þessi leikur er ekki flókinn, drepa óvinaflotann en það er hægara sagt en gert að ná góðu skori í leiknum. Þess vegna er leikurinn svo ávanabindandi, spilarinn vill alltaf gera betur, ná betra skori og setja bókstafi sína á topp fimm listann.

Í útgáfunni á PS4 þá er hægt að stækka skjáinn með því að teygja á honum. Einnig er hægt að eiga við hljóðið í leiknum með því að bæta við bergmáli og eiga við hljóðtíðnirnar. Sömuleiðis er hægt að breyta spilun leiksins t.d. með því að breyta fjölda lífum sem spilarinn byrjar með en þá getur maður ekki sett skorið sitt á heimsvísu.

Galaga_01

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑