Vafra: Leikjarýni

Hvað er það helsta sem maður vill fá út úr Spider-Man leik? Flestir vildu líklega fá að sveiflast um borgina á sem raunverulegastan og skemmtilegastan hátt. Ég er með góðar fréttir því að það gengur upp í The Amazing Spider-Man 2 (PS3). Verst að flest annað er ekki að virka. Leikurinn fær strax stóran mínus í kladdann fyrir að setja eins afdrifaríkan atburð og dauða Bens frænda í kennsluhlutann (tutorial). Þú ert beðinn um að líta í kringum þig, ganga, hlaupa og allt í einu ertu að horfa á líflausan líkama Bens. Sérstaklega þar sem leikurinn lýsir þroskasögu Peter Parkers…

Lesa meira

Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta Invizimals var þegar ég setti leikinn í gang. Þessi leikjasería hefur eingöngu verið á PSP vélina og þá sem eins konar söfnunarleikur í anda Pokémon leikjanna. Það eru ekki miklar upplýsingar um hvað er að gerast þegar leikurinn byrjar. Maður spilar sem Hiro, krakka sem er sendur í gegnum hlið yfir í annan heim. Hann þarf svo að komast að því hvers vegna vélmenni eru að eyðileggja þann heim. Í þessum heimi eru þessi dýr, Invizimals, og getur maður breytt sér í mismunandi dýr þegar líður á leikinn. Dýrin hafa sér eiginleika sem…

Lesa meira

Þegar ég setti Child of Light í gang í tölvunni í fyrsta skipti vissi ég ekkert um þennan leik. Þegar ég byrjaði að spila leikinn hélt ég að þetta yrði bara venjulegur tvívíddar indí leikur. Child of Light fjallar um prinsessuna Aurora sem lendir í dái og vaknar í heiminum Lemuria. Til að komast aftur heim þarf Aurora að endurheimta sól, tungl og stjörnur Lemuria sem að svarta drottningin Umbra hefur rænt. Leikurinn er mjög fallegur og er umhverfið, bakgrunnurinn og karakterarnir mjög fallegir. Heimurinn, útlitið og fílingurinn yfir öllum leiknum minnir á hinar klassísku ævintýrasögur. Það er mjög gaman…

Lesa meira

Thief (eða Þjófur) leikirnir fjalla um þjófinn Garrett og gerist í heimi sem minnir helst á England á Viktoríu tímabilinu. Í byrjun leiks er Garrett að reyna að stela einhverjum steini fyrir náunga sem heitir Basso. Garrett ásamt hræðilega þjófnum Erin sem hefur mestu læti í heimi finnur steininn en Garrett lýst ekki á hlutina og hættir við. Erin tekur það ekki í mál og fara þau að rífast. Einhver yfirnáttúruleg athöfn er í gangi fyrir neðan þau sem veldur því að þakið sem þau eru á hristist og endar það með því að Garrett og Erin detta í gegnum…

Lesa meira

Dark Souls kom út í október 2011 á PS3 / Xbox360 og u.þ.b. ári seinna á PC en hann hefur alltaf verið ofarlega í huga leikjaunnenda. Undirritaður hefur verið að hlusta á nokkur leikjahlaðvörp (podcasts) síðastliðin ár og það líður varla vika án þess að minnst sé á Dark Souls í einhverju samhengi. Samfélag Dark Souls spilara, t.d. á Reddit, er enn mjög virkt, jafnvel eftir útgáfu Dark Souls 2. Sjálfur tel ég leikinn einn af þeim bestu sem ég hef spilað en það er einn munur á mér og þessum sem halda áfram að spila hann ár eftir ár…

Lesa meira

Ó hvað ég hef beðið eftir þessum leik og þessar frestanir á honum hafa bara gert mann enn æstari, en hann kom loksins út! Maður byrjar sem nýr krakki í hinum stórundarlega bæ South Park. Aðalpersónur þáttanna eru að LARPa þar sem sá sem hefur „The Stick of Truth“ ræður öllu í LARP-inu. Maður byrjar á því að hitta Cartman og hann útskýrir þetta allt fyrir manni, en það sem kemur fyrir er að prikið hverfur og þá er nýi krakkinn sendur í málið. Maður byrjar leikinn á því að geta valið sér mismunandi flokka (class) eftir því hvernig maður vill…

Lesa meira

Nintendo er með Mario og Zelda og Xbox One er með Titanfall, þetta eru leikirnir sem selja vélarnar. Nú fyrir stuttu kom út leikurinn sem jók sölu PS4 véla í Bretlandi verulega; inFAMOUS: Second Son. inFAMOUS: Second Son er þriðji leikurinn í inFAMOUS seríunni og fylgir söguhetjunni Delsin Rowe. Leikurinn gerist sjö árum eftir dauða Cole MacGrath og Seattle borg í Bandaríkjunum er staðsetning leiksins eins og í fyrri leikjum. Delsin er bandarískur frumbyggi af indíána ættum sem fær krafta sem svipa til fyrri hetju inFAMOUS leikjanna. Eini munurinn er að Delsin er svokallaður „conduit“ eða leiðari og getur því dregið í sig…

Lesa meira

Mín fyrstu kynni af Gran Turismo leikjaseríunni voru á gömlu góðu PlayStation leikjatölvunni en einn vinur minn átti annað hvort fyrsta eða annan leikinn. Grafíkin telst nú til dags ekkert til að hrópa húrra yfir en á þeim tíma fannst mér þetta líta ansi vel út og frekar raunverulegt. Því miður þá var það ekki nóg fyrir mig og hafði ég meira gaman af Need for Speed 2 eða Destruction Derby 2. Ég er mjög lítið fyrir bíla, sé þá bara sem tæki til að koma mér á milli staða og því veit ég lítið sem ekkert um bíla. Þannig…

Lesa meira

Last of Us var leikur síðasta árs á mínum lista og hjá ófáum öðrum spilurum og leikjagagnrýnendum enda vann hann til margra verðlauna. Einn af styrkleikum hans voru eftirminnilegar persónur og vel uppbyggð saga. Left Behind fylgir sama mótinu en nú beinist sviðsljósið af Ellie. Ef þú vilt ekki vita neitt um atburði aðalleiksins hættu þá að lesa núna. Sem viðbót þá er Left Behind mjög einföld; sagðar eru tvær litlar sögur samtímis sem fylla upp í söguþráð aðalleiksins. Ellie er að ná í lyf fyrir Joel sem liggur fyrir dauða sínum eftir atburðina á spítalanum en til þess þarf…

Lesa meira

Killzone sem er framleiddur af Guerilla Games og gefinn út af Sony er eins og brjálæðislega stóri og fallegi pakkinn undir jólatrénu. Sem inniheldur ógurlega ómerkilega gjöf. Killzone Shadow Fall er ótúlega fallegur leikur sem sýnir vel hversu öflug PS4 vélin er, en því miður er hann ekki besti skotleikurinn á markaðnum. Killzone Shadow Fall heldur áfram með sögu Vekta-búa og baráttu þeirra við Helghast. Maður leikur mann að nafni Lucas Kellan, hermann í Shadow Marshal fylkingu Vekta. Markmið leiksins er að komast að því hvað er að gerast hinum megin við vegginn sem sker Vekta-borg þvert. Leikurinn gerist að mestu…

Lesa meira