Vafra: Leikjarýni
Ó hvað ég hef beðið eftir þessum leik og þessar frestanir á honum hafa bara gert mann enn æstari, en hann kom loksins út! Maður byrjar sem nýr krakki í hinum stórundarlega bæ South Park. Aðalpersónur þáttanna eru að LARPa þar sem sá sem hefur „The Stick of Truth“ ræður öllu í LARP-inu. Maður byrjar á því að hitta Cartman og hann útskýrir þetta allt fyrir manni, en það sem kemur fyrir er að prikið hverfur og þá er nýi krakkinn sendur í málið. Maður byrjar leikinn á því að geta valið sér mismunandi flokka (class) eftir því hvernig maður vill…
Nintendo er með Mario og Zelda og Xbox One er með Titanfall, þetta eru leikirnir sem selja vélarnar. Nú fyrir stuttu kom út leikurinn sem jók sölu PS4 véla í Bretlandi verulega; inFAMOUS: Second Son. inFAMOUS: Second Son er þriðji leikurinn í inFAMOUS seríunni og fylgir söguhetjunni Delsin Rowe. Leikurinn gerist sjö árum eftir dauða Cole MacGrath og Seattle borg í Bandaríkjunum er staðsetning leiksins eins og í fyrri leikjum. Delsin er bandarískur frumbyggi af indíána ættum sem fær krafta sem svipa til fyrri hetju inFAMOUS leikjanna. Eini munurinn er að Delsin er svokallaður „conduit“ eða leiðari og getur því dregið í sig…
Mín fyrstu kynni af Gran Turismo leikjaseríunni voru á gömlu góðu PlayStation leikjatölvunni en einn vinur minn átti annað hvort fyrsta eða annan leikinn. Grafíkin telst nú til dags ekkert til að hrópa húrra yfir en á þeim tíma fannst mér þetta líta ansi vel út og frekar raunverulegt. Því miður þá var það ekki nóg fyrir mig og hafði ég meira gaman af Need for Speed 2 eða Destruction Derby 2. Ég er mjög lítið fyrir bíla, sé þá bara sem tæki til að koma mér á milli staða og því veit ég lítið sem ekkert um bíla. Þannig…
Last of Us var leikur síðasta árs á mínum lista og hjá ófáum öðrum spilurum og leikjagagnrýnendum enda vann hann til margra verðlauna. Einn af styrkleikum hans voru eftirminnilegar persónur og vel uppbyggð saga. Left Behind fylgir sama mótinu en nú beinist sviðsljósið af Ellie. Ef þú vilt ekki vita neitt um atburði aðalleiksins hættu þá að lesa núna. Sem viðbót þá er Left Behind mjög einföld; sagðar eru tvær litlar sögur samtímis sem fylla upp í söguþráð aðalleiksins. Ellie er að ná í lyf fyrir Joel sem liggur fyrir dauða sínum eftir atburðina á spítalanum en til þess þarf…
Killzone sem er framleiddur af Guerilla Games og gefinn út af Sony er eins og brjálæðislega stóri og fallegi pakkinn undir jólatrénu. Sem inniheldur ógurlega ómerkilega gjöf. Killzone Shadow Fall er ótúlega fallegur leikur sem sýnir vel hversu öflug PS4 vélin er, en því miður er hann ekki besti skotleikurinn á markaðnum. Killzone Shadow Fall heldur áfram með sögu Vekta-búa og baráttu þeirra við Helghast. Maður leikur mann að nafni Lucas Kellan, hermann í Shadow Marshal fylkingu Vekta. Markmið leiksins er að komast að því hvað er að gerast hinum megin við vegginn sem sker Vekta-borg þvert. Leikurinn gerist að mestu…
Í fyrra heyrði ég mjög góða hluti um hryllingsleikinn Outlast. Hann var þá einungis á PC og þó ég sé aðallega PC spilari þá náði ég ekki að spila hann. Hinsvegar núna snemma í febrúar keypti ég mér PS4 og fékk aðgang að PS+. Fyrir þá sem ekki vita svipar PS+ til Xbox Live í þeim skilningi að það þarf aðgang að þessari þjónustu til að spila á netinu. Ásamt því að spila á netinu fær maður a.m.k einn fríann leik á mánuði og í febrúar var það Outlast. Ég er mjög mikið fyrir hrylling, er algjör kjúklingur en samt…
Þetta haust er búið að vera mjög spennandi fyrir tölvuleikja nörda því bæði Microsoft og Sony hafa gefið út nýjar leikjatölvur, Xbox One og PS4. Einnig hafa komið út leikir á borð við Assassins Creed Black Flag og CoD Ghosts eins og á hverju ári. Margir eru mjög spenntir fyrir þessum leikjum en útaf þeim hafa nokkrir „minni“ leikir ekki fengið jafn mikla athygli. Einn af þeim er nýjasti leikurinn í Ratchet & Clank seríunni. Ég var persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik þar sem Insomniac ákváðu að nýtast við gömlu R&C formúluna. Leikirnir tveir sem komu á undan All…
Enn einn Pokémon leikur og enn ein ferð sem spilarar þurfa að leggja í til að verða þeir bestu og ná að fanga öll vasaskrímslin. Núna fær leikjaserían að njóta sín í Nintendo 3DS vélinni og lítur leikurinn alveg ótrúlega vel út. Stóra spurningin er samt hvort þetta sé nóg fyrir seríu sem er búin að vera í gangi í 15 ár. Er leikurinn nógu góður fyrir einstaklinga sem eru að byrja að spila Pokémon í fyrsta sinn og fyrir þá sem hafa spilað frá upphafi? Vissar tegundir leikja geta ekki gert miklar breytingar á þeirri formúlu sem fær leikinn…
Nú fyrir stuttu kom nýjasti leikurinn í Arkham seríunni út, Batman Arkham Origins. Spurning er hvort leikurinn standi undir væntingum sem skapast hafa útaf fyrri leikjum í seríunni Arkham Asylum og Arkham City. Leikurinn er framleiddur af WB. Games Montreal og gefinn út af WB Interactive Entertainment. Breski framleiðandinn Splash Damage gerði fjölspilunar hluta leiksins. Leikurinn stendur að hluta til undir væntingum og af ákveðnum ástæðum veldur hann vonbrigðum líka, það gæti verið ruglingslegt en ég get útskýrt það. Sagan í leiknum er frábær og spilunin sú sama og í fyrri leikjum með smá viðbótum sem eru alveg meiriháttar, en…
Nú hefur GTA Online verið í gangi í u.þ.b 3 vikur, en eftir nokkra tæknilega örðugleika lítur allt út fyrir að vera í góðu lagi. Rockstar hefur meira að segja gefið út að þeir ætli að gefa öllum sem lentu í veseni við innskráningu fystu vikuna 500.000 dollara í leiknum. Hinsvegar er ekki hægt að ná aftur karakterum sem hafa glatast vegna mistakanna. Þegar þú stígur inn í heim GTA Online minnir hann mikið á venjulega heiminn þar sem þú leikur Michael, Trevor og Franklin en eini munurinn fyrst um sinn er að karakterinn þinn talar ekki. Þú hittir Lamar…