Vafra: Leikjarýni
Hideo Kojima kemur með Metal Gear Solid V: The Phantom Pain einhvern tímann á næsta ári. Í sárabætur fengum við Metal Gear Solid V: Ground Zeroes til að svala forvitninni. Þessi stutti leikur er stutt forsaga Phantom Pain og virkar í rauninni sem spilunarleiðbeiningar. Metal Gear leikirnir hafa stokkið fram og til baka hvað varðar tíma en þessi leikur er beint framhald leiksins Metal Gear Solid 3: Peace Walker. Þessi leikur var spilaður á PlayStation 3. Hinn eitursvali Snake er sendur í enn eina hættuförina þar sem hann þarf að bjarga tveim manneskjum á leynilegri bandarískri herstöð á Kúbu og…
Steinar Logi skrifar: Lego Batman 3: Beyond Gotham er nýjasti Lego leikurinn byggður á þekktu vörumerki. Fyrstur var Lego: Star Wars sem kom út 2005 og síðan þá hafa leikirnir komið út ár eftir ár með lítilsháttar breytingum á formúlunni. Undanfarið hafa þó margir leikirnir verið með opinn heim þar sem hægt er að flækjast um og leysa minni háttar verkefni sb. Marvel Super Heroes. Þar sem undirritaður er „aðeins“ eldri en markhópurinn þá voru 8 ára sonurinn og vinir hans fengnir til að spila hann einnig. Þetta ár höfum við spilað Lego Marvel Super Heroes (toppeinkunn) og Lego Pirates…
Ástæða heitis nýjasta leiksins í Borderlands seríunni er að hann kemur út eftir Borderlands 2 en atburðirnir í honum eru á undan. Borderlands 2 var (og er) mjög góður leikur en það var greinileg lögð áhersla á að tveir eða fleiri spiluðu. Það ásamt því að maður gat auðveldlega villst og það tók stundum mikinn tíma að komast á milli staða olli því að ég hætti fljótlega að spila hann á sínum tíma (og reyndar fór ég aftur að spila fyrsta leikinn og náði loks platínum þar). Þess vegna kom Borderlands: The Pre-Sequel (PS3) undirrituðum verulega á óvart þar sem…
Middle-earth: Shadow of Mordor er ný viðbót við Miðjörð, ævintýraheim J. R. R. Tolkien. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik frá Monolith Productions og Behaviour Interactive fer spilarinn með hlutverk hetjunnar Talion. Sagan gerist mitt á milli The Hobbit og Hringadróttinssögu þar sem Sauron hefur snúið aftur með her sinn til Mordors og handsamað eða drepið flesta sem á vegi þeirra urðu – meðal annars eiginkonu og son Talions. Í hefndarhug ferðast Talion um Mordor ásamt minnislausum álfi sem fylgir honum hvert skref. Í leiknum fær spilarinn að vita meira um uppruna töfrahringsins Ring of Power og verður fljótt ógnarlegasti bardagakappinn…
Destiny er sci-fi skotleikur með smá RPG fítusum bætt við. Fólk var orðið mjög spennt fyrir næsta leik Bungie, þeir sem gerðu hina frábæru Halo leiki, þannig að væntingarnar til leiksins voru mjög háar. Ég var einn af þeim sem beið mjög spenntur eftir þessum leik og það má segja að biðin hafi verið þess virði. Að einhverju leiti. Leikurinn snýst um þig, The Guardian, sem rýs upp frá dauðum þökk sé Ghost, lítils vélmennis sem hver og einn Guardian á. Af einhverjum ástæðum er heimurinn í rústi og þú þarft að hjálpa til við að bjarga honum. Þetta er…
Eftir langa törn í háskólanum sá ég mér fært um að spila tölvuleik í fyrsta skipti í mánuð. Sá leikur var enginn annar en dýrasti leikur sögunnar, Destiny. Ég ákvað að spila hann því að möguleiki var á að þetta væri „console-seller“ eða leikurinn sem gerði fáránlegt verð PS4 og Xbox One þess virði. Það er náttúrulega erfitt fyrir mig að segja núna hvort leikurinn sé fullkominn eða hvort hann sé 12 þúsund króna virði því þessi leikur er markaðsettur sem MMO, þ.a.l. getur tekið langan tíma að spila leikinn að fullu fyrir gagnrýni. Þess vegna hef ég ákveðið að gera svokallaða…
Watch Dogs var fyrsti leikurinn á nýju tölvurnar sem ég var spenntur fyrir, virkaði mjög skemmtilegur sandkassaleikur og leit mjög vel út í öllu sem ég hafði séð af leiknum áður en hann kom út. Ég er löngu búinn að komast að því að söguþræðir í Ubisoft leikjum eru ekki eitthvað til að hrópa húrra yfir og flestar sögupersónur þeirra eru nákvæmlega eins. Söguþráðurinn í þessum leik er eins og eftir formúlu: Hakkarinn Aiden Pearce kemst á radarinn hjá röngu fólki og þeir ráða leigumorðingja til að drepa hann. En litla frænka hans deyr í bílslysi af þeirra völdum og þá…
Helgi Freyr gagnrýnir Tropico 5 og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé skemmtilegur leikur sem vel er hægt að mæla með – en ef þú átt eintak af Tropico 4 þá ertu ekki að missa af miklu. Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson
Mario Kart 8 er kominn og ég búinn að spila hann þó nokkuð. Áður en ég tala um hann vil ég skrifa smá um reynslu mína af Mario-Kart seríunni. Ég átti Mario kart á N64 og er það mögulega besti bílaleikur sem ég hef spilað, þannig að Mario Kart 8 hafði mikið að sanna þegar ég setti hann í vélina. Leikurinn er sem sagt bílaleikur þar sem maður keppir við 11 aðra, annað hvort alvöru fólk eða tölvustýrða ökumenn. Hver braut er venjulega þrír hringir og getur maður fengið mismunandi vopn eða hluti sem fleyta manni áfram til að gera…
Enn einn Call of Duty leikurinn er kominn í fyrstu persónu skotleikjaflóruna og í þetta sinn er það nýr undirtitill, Ghosts, í nýjum heimi. Það er stríð milli Bandaríkjanna og Suður-Ameríku og eftir skæða árás úr geimnum er landið lamað og í tætlum. Maður spilar sem Logan Walker sem berst með bróður sínum, David (Brandon Routh), í gegnum þetta stríð. Faðir þeirra, Elias (Stephen Lang), leiðir sérstaka leynisveit sem berst við óvini á þeirra svæði í laumi. Meðlimir sveitarinnar eru kallaðir draugar og markmið þeirra á þessari stundu er að stöðva fyrrverandi draug að nafni Gabriel Rorke (Kevin Gage) og…