Vafra: Leikjarýni

Eftir langa törn í háskólanum sá ég mér fært um að spila tölvuleik í fyrsta skipti í mánuð. Sá leikur var enginn annar en dýrasti leikur sögunnar, Destiny. Ég ákvað að spila hann því að möguleiki var á að þetta væri „console-seller“ eða leikurinn sem gerði fáránlegt verð PS4 og Xbox One þess virði. Það er náttúrulega erfitt fyrir mig að segja núna hvort leikurinn sé fullkominn eða hvort hann sé 12 þúsund króna virði því þessi leikur er markaðsettur sem MMO, þ.a.l. getur tekið langan tíma að spila leikinn að fullu fyrir gagnrýni. Þess vegna hef ég ákveðið að gera svokallaða…

Lesa meira

Watch Dogs var fyrsti leikurinn á nýju tölvurnar sem ég var spenntur fyrir, virkaði mjög skemmtilegur sandkassaleikur og leit mjög vel út í öllu sem ég hafði séð af leiknum áður en hann kom út. Ég er löngu búinn að komast að því að söguþræðir í Ubisoft leikjum eru ekki eitthvað til að hrópa húrra yfir og flestar sögupersónur þeirra eru nákvæmlega eins. Söguþráðurinn í þessum leik er eins og eftir formúlu: Hakkarinn Aiden Pearce kemst á radarinn hjá röngu fólki og þeir ráða leigumorðingja til að drepa hann. En litla frænka hans deyr í bílslysi af þeirra völdum og þá…

Lesa meira

Helgi Freyr gagnrýnir Tropico 5 og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé skemmtilegur leikur sem vel er hægt að mæla með – en ef þú átt eintak af Tropico 4 þá ertu ekki að missa af miklu. Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson

Lesa meira

Mario Kart 8 er kominn og ég búinn að spila hann þó nokkuð. Áður en ég tala um hann vil ég skrifa smá um reynslu mína af Mario-Kart seríunni. Ég átti Mario kart á N64 og er það mögulega besti bílaleikur sem ég hef spilað, þannig að Mario Kart 8 hafði mikið að sanna þegar ég setti hann í vélina.  Leikurinn er sem sagt bílaleikur þar sem maður keppir við 11 aðra, annað hvort alvöru fólk eða tölvustýrða ökumenn. Hver braut er venjulega þrír hringir og getur maður fengið mismunandi vopn eða hluti sem fleyta manni áfram til að gera…

Lesa meira

Enn einn Call of Duty leikurinn er kominn í fyrstu persónu skotleikjaflóruna og í þetta sinn er það nýr undirtitill, Ghosts, í nýjum heimi. Það er stríð milli Bandaríkjanna og Suður-Ameríku og eftir skæða árás úr geimnum er landið lamað og í tætlum. Maður spilar sem Logan Walker sem berst með bróður sínum, David (Brandon Routh), í gegnum þetta stríð. Faðir þeirra, Elias (Stephen Lang), leiðir sérstaka leynisveit sem berst við óvini á þeirra svæði í laumi. Meðlimir sveitarinnar eru kallaðir draugar og markmið þeirra á þessari stundu er að stöðva fyrrverandi draug að nafni Gabriel Rorke (Kevin Gage) og…

Lesa meira

Hvað er það helsta sem maður vill fá út úr Spider-Man leik? Flestir vildu líklega fá að sveiflast um borgina á sem raunverulegastan og skemmtilegastan hátt. Ég er með góðar fréttir því að það gengur upp í The Amazing Spider-Man 2 (PS3). Verst að flest annað er ekki að virka. Leikurinn fær strax stóran mínus í kladdann fyrir að setja eins afdrifaríkan atburð og dauða Bens frænda í kennsluhlutann (tutorial). Þú ert beðinn um að líta í kringum þig, ganga, hlaupa og allt í einu ertu að horfa á líflausan líkama Bens. Sérstaklega þar sem leikurinn lýsir þroskasögu Peter Parkers…

Lesa meira

Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta Invizimals var þegar ég setti leikinn í gang. Þessi leikjasería hefur eingöngu verið á PSP vélina og þá sem eins konar söfnunarleikur í anda Pokémon leikjanna. Það eru ekki miklar upplýsingar um hvað er að gerast þegar leikurinn byrjar. Maður spilar sem Hiro, krakka sem er sendur í gegnum hlið yfir í annan heim. Hann þarf svo að komast að því hvers vegna vélmenni eru að eyðileggja þann heim. Í þessum heimi eru þessi dýr, Invizimals, og getur maður breytt sér í mismunandi dýr þegar líður á leikinn. Dýrin hafa sér eiginleika sem…

Lesa meira

Þegar ég setti Child of Light í gang í tölvunni í fyrsta skipti vissi ég ekkert um þennan leik. Þegar ég byrjaði að spila leikinn hélt ég að þetta yrði bara venjulegur tvívíddar indí leikur. Child of Light fjallar um prinsessuna Aurora sem lendir í dái og vaknar í heiminum Lemuria. Til að komast aftur heim þarf Aurora að endurheimta sól, tungl og stjörnur Lemuria sem að svarta drottningin Umbra hefur rænt. Leikurinn er mjög fallegur og er umhverfið, bakgrunnurinn og karakterarnir mjög fallegir. Heimurinn, útlitið og fílingurinn yfir öllum leiknum minnir á hinar klassísku ævintýrasögur. Það er mjög gaman…

Lesa meira

Thief (eða Þjófur) leikirnir fjalla um þjófinn Garrett og gerist í heimi sem minnir helst á England á Viktoríu tímabilinu. Í byrjun leiks er Garrett að reyna að stela einhverjum steini fyrir náunga sem heitir Basso. Garrett ásamt hræðilega þjófnum Erin sem hefur mestu læti í heimi finnur steininn en Garrett lýst ekki á hlutina og hættir við. Erin tekur það ekki í mál og fara þau að rífast. Einhver yfirnáttúruleg athöfn er í gangi fyrir neðan þau sem veldur því að þakið sem þau eru á hristist og endar það með því að Garrett og Erin detta í gegnum…

Lesa meira

Dark Souls kom út í október 2011 á PS3 / Xbox360 og u.þ.b. ári seinna á PC en hann hefur alltaf verið ofarlega í huga leikjaunnenda. Undirritaður hefur verið að hlusta á nokkur leikjahlaðvörp (podcasts) síðastliðin ár og það líður varla vika án þess að minnst sé á Dark Souls í einhverju samhengi. Samfélag Dark Souls spilara, t.d. á Reddit, er enn mjög virkt, jafnvel eftir útgáfu Dark Souls 2. Sjálfur tel ég leikinn einn af þeim bestu sem ég hef spilað en það er einn munur á mér og þessum sem halda áfram að spila hann ár eftir ár…

Lesa meira