Leikjarýni

Birt þann 30. september, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjarýni: Destiny

Destiny er sci-fi skotleikur með smá RPG fítusum bætt við. Fólk var orðið mjög spennt fyrir næsta leik Bungie, þeir sem gerðu hina frábæru Halo leiki, þannig að væntingarnar til leiksins voru mjög háar. Ég var einn af þeim sem beið mjög spenntur eftir þessum leik og það má segja að biðin hafi verið þess virði. Að einhverju leiti.

Leikurinn snýst um þig, The Guardian, sem rýs upp frá dauðum þökk sé Ghost, lítils vélmennis sem hver og einn Guardian á. Af einhverjum ástæðum er heimurinn í rústi og þú þarft að hjálpa til við að bjarga honum. Þetta er sagan að mestu leiti. Maður fær ekki að vita mikið meira um hana án þess að fara á vefsíðu Bungie og lesa svokölluð Grimoire spil sem innihalda alla baksögu leiksins. Mér fannst nokkuð leiðinlegt að sagan væri ekki eins aðgengileg og maður myndi halda, en Bungie er ekki þekkt fyrir lélegar sögur og heimurinn í Destiny er mjög áhugaverður. Mig langaði að sjá meira og fá að vita meira um það sem væri að gerast í honum.

Síðastliðnar vikur hef ég verið að spila leikinn mjög mikið. Fyrstu vikuna spilaði ég einungis einspilunar hluta leiksins þar sem Peter Dinklebot (Ghost) fylgdi mér allt sem ég fór og hjálpaði mér með ýmis lítil verk sem litu ekki út fyrir að skipta neinu máli þegar á heildarmyndina var litið. Þannig voru fyrstu klukkutímarnir af spilun minni. Maður fór á tunglið eða Venus og barðist við einhverja óvini þangað til að maður kom að síðasta herberginu þar sem Ghost þurfti að hakka sig inn til að komast að einhverjum mikilvægum gögnum. Á meðan það er í gangi er maður látinn berjast við annað hvort stærri gerð af venjulegu óvinunum eða bara látinn berjast við mjög marga óvini sem koma í öldum. Þessi seinni hluti minnir mikið á „horde-mode“ í sumum leikjum og þrátt fyrir að það sé skemmtilegt fyrst þá verður það nokkuð þreytt. Stóru skrímslin eru ekkert skárri, það eina sem þau gera er að skjóta endalaust í átt að þér og reyna að hreyfa risastóra líkama sinn í of litlum sal. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá var ég ekki að fíla þennan hluta leiksins. Þetta var endurtekning á sömu rútínunni aftur og aftur og manni leið aldrei eins og maður væri að afreka eitthvað.

Destiny_01b

Þegar ég var í þann mund að hætta að spila ákvað ég að kaupa mér þriggja mánaða aðgang að PS Plus til þess að upplifa samspilunar hluta leiksins. Eina sem ég get sagt er að leikurinn verður stórgóður þegar maður fer að spila hann sem fjölspilunarleik og taka þátt í „The Crucible“ sem PvP (player vs player) hluti leiksins. PvP hluti leiksins minnir mikið á Halo PvP, er hratt og hasarmikið þar sem allt að 12 manns spila saman. Sjálfur var ég ekki viss hvort 12 manns væru nógu margir fyrir svona spilun þar sem ég hef mikið spilað Battlefield upp á síðkastið þar sem bardagarnir eru risavaxnir, en þetta var alveg nóg. Í The Crucible hef ég spilað á fjóra vegu (mode) hingað til, „control“ sem snýst um að halda og vernda sérstakan stað frá hinu liðinu, „rumble“ sem er „free for all“, „clash“ sem er „team deathmatch“ og „salvage“ sem snýst um að ná hlut og halda honum áður en óvinurinn getur gert hið sama.

Destiny_02

The Crucible er ekki eini góði fítusinn, „strike mission“ einnig mjög skemmtileg. Þar ferðu ásamt tveimur öðrum í sérstakt verkefni til að ýmist drepa stórt skrímsli eða eitthvað því um líkt. Ég er ekki alveg viss afhverju en þó að þetta hljómi mjög líkt einspilunar hluta leiksins þá er mun skemmtilegra að gera þessi „strike mission“ með öðrum. Einnig er hægt að fara í „raid“ rétt eins og í MMO leikjum á borð við World of Warcraft. Ég hef ekki náð að spila þann hluta því ég spilaði mest megnis einn en í framtíðinni er ég nokkuð spenntur fyrir að prufa það.

Eins og ég sagði í fyrstu hugdrifum mínum um Destiny þá er spilunin frábær, mjög gaman er að bruna um á svifhjólinu sínu og ferðast um innra sólkerfið drepandi illar geimverur sem ógna öryggi jarðarbúa. RPG eiginleikar leiksins eru nokkuð skemmtilegir en þeir gera manni kleift að uppfæra vopnin sín og hæfileika sína eins og maður vill.

Ég mæli eindregið með því að fólk prufi Destiny þó það sé bara fyrir PvP því þar er hann klárlega einn besti leikurinn í dag. Þrátt fyrir að sagan sé ekki frábær og einspilunin endurtekningargjörn er leikurinn í heild mjög góður.


Höfundur er Skúli Þór Árnason,

fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑