Leikjarýni

Birt þann 30. janúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjarýni: inFAMOUS: First Light

inFAMOUS: First Light er baksaga Abigail Walker sem er persóna í inFAMOUS: Second Son. Hægt er að kaupa hann sem niðurhal eða á diski og hægt er að spila leikinn án þess að eiga Second Son. Leikurinn er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4.

Sagan gerist fyrir atburði fyrri leiksins og flakkar hún fram og til baka í tíma. Abigail, eða Fetch eins og hún er kölluð, er í haldi yfirvalda vegna þess að hún er með óvenjulega krafta. Hún segir sögu sína hvernig hún var handsömuð ásamt því að sýna krafta sína í lokuðum risastórum sal með óvinum sem eru heilmyndir.  Þegar bróðir hennar Abigail, Brent, hverfur sporlaust eftir að þau urðu viðskila fær hún hjálp frá vafasömum dópsala, Shane að nafni. Hún hjálpar honum við vandamál sem hann er að kljást við, þ.e.a.s. óvina gengi og á meðan notar hann tengslin sín til þess að finna Brent. En ekki er allt sem sýnist og Abigail er of blind til þess að sjá hvað er í vændum.

Fyrir utan verkefnin sem Shane lætur Abigail gera þá er hægt að uppfæra krafta sína með hæfnistigum sem maður fær þegar maður afrekar einhvern áfanga eða safna bæði orkueiningum og neon gasi. Einnig fær maður stig fyrir að skreyta veggi borgarinnar með neon veggjakroti. Leikurinn verður mun auðveldari ef maður sankar að sér þessum stigum því maður þarf svo sannarlega á þessum uppfæranlegum kröftum á að halda þegar líður á leikinn. Abigail getur þó bjargað sér ef illa fer með því að skjótast í burtu og leiða til sín neon frá einum af fjölmörgum neonskiltum borgarinnar. Þegar maður hefur uppfært flest alla sína krafta þá er engu líkara að maður getur flogið á milli staða, slíkur er hraðinn ef rétt er að farið.

infamous_first_light_01

Leikurinn gerist í borginni Seattle í Washington fylki og útlitið kemur virkilega vel út í leiknum. En gervigreind óvina og sérstaklega saklausa borgara er ábótavant. Grafíkin stendur fyrir sínu og sama má segja um talsetningu og tónlist. Þrátt fyrir allt þetta hefur maður rekist á nokkrar villur en ekkert sem hefur stöðvað leikinn. Sumar villurnar geta komið spánskt fyrir sjónir.

infamouse_first_light_02

Söguhluti leiksins tekur um 3 tíma að klára en inn á milli og eftir leikinn geta farið upp í 12 tímar að sanka að sér öllum hæfnistigunum sem eru í boði og þ.a.l. klárað leikinn hundrað prósent hvað varðar Trophy-kerfið. Endurspilunargildið er ekki hátt hvað varðar sögu leiksins en það er óneitanlega gaman og taugatrekkjandi að reyna að tóra sem lengst í sölunum þrem á móti bylgjum af óvinum sem verða sífellt fleiri þegar líður á. Ég get ekki ímyndað mér hversu lengi þeir spiluðu sem eru á toppinum á heimslistanum, þar sem ég var ansi stoltur af mér að ná yfir eina milljón í stigum og tóra lengur en hálftíma. 

Leikurinn er skemmtilegur þar sem það er gaman að nota krafta Abigail og leikurinn er hæfilega stuttur því sagan er frekar fyrirsjáanleg. Það er synd að það er ekki mjög mikið að gera í Seattle borg fyrir Abigail en er þó skiljanlegt miðað við sögu leiksins. Ef hægt er að nálgast leikinn á ódýru verði þá er alveg hægt að mæla með honum og um þessar mundir er hann ókeypis ef maður er í áskrift hjá PS+. Hann fær því 3 stjörnur af 5 mögulegum.

 

Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑